Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun