Opið bréf til borgarstjórnar Þórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Flosason skrifa 3. nóvember 2015 07:00 Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar