Opið bréf til borgarstjórnar Þórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Flosason skrifa 3. nóvember 2015 07:00 Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun