Opið bréf til heilbrigðisráðherra Már Egilsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar