Opið bréf til Ögmundar Jónassonar Lúðvík Börkur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Á Íslandi er skilnaðartíðni há en lagaumhverfið hefur ekki tekið mið af því á Íslandi í sama mæli og gert er annars staðar á Norðurlöndunum – í þeim tilgangi að vernda hagsmuni barna og tryggja jafnræði milli foreldra þegar að nýju og gjörbreyttu lífi kemur eftir skilnað. Hér erum við að tala um hagsmuni 25-30% allra barna í landinu sem innlendar og erlendar rannsóknir hafa undantekningarlítið sýnt að er margfalt hættara við að lenda afvega í lífinu en öðrum börnum. Þetta málefni hefur verið nánast hunsað í tvo áratugi, breytingar gerðar seint og illa. Í hvert skipti sem endurskoða á þessi mál fer af stað umræða sem oftar en ekki er tengd kvenréttindahópum eða jafnréttisbaráttu af einhverju tagi og berst gegn öllum breytingum. Litið er á aukin réttindi barna og þess foreldris sem barnið býr ekki fast hjá sem óskiljanlega ógn við stöðu kvenna. Á sama tíma berjast jafnréttishreyfingar á Norðurlöndum fyrir breytingum á lögum í þá átt að jafna út aðstöðumun foreldra eftir skilnað – telja það grunnatriði til að auðvelda einstæðum mæðrum lífsbaráttuna, að auka ábyrgð og möguleika feðra til að taka aukinn þátt, fyrir utan auðvitað hagsmuni barnanna sjálfra. Hjá öðrum norrænum ríkjum hafa þessi mál verið í stígandi og stöðugri endurskoðun en breytingar sjaldnast eða aldrei komið til Íslands fyrr en öll önnur lönd hafa tekið upp viðkomandi breytingu. Þannig fengu íslenskir feður síðastir feðra umgengnisrétt við börnin sín, sameiginlega forsjáin kom síðust til Íslands og er innihaldsrýrust hér. Sameiginleg forsjá var síðust lögtekin sem meginregla á Íslandi, meðlagsgreiðslukerfið íslenska er eina kerfið sem ekki hefur tekið breytingum í grundvallaratriðum, kerfi um raunverulega búsetu barna á tveimur heimilum er ekki til á Íslandi og svo má áfram telja. Enn á eftir að taka upp um 10 sjálfssögð réttindamál á Íslandi sem öll eru lögtekin annars staðar á Norðurlöndum. Það var loksins árið 2007 sem eitthvað fór að gerast í kjölfar mikillar umræðu. Jóhanna Sigurðardóttir skipaði 12 manna hóp sem undirritaður sat í til að koma með tillögur um breytingar á barnalögum eftir skoðun á aðstöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Hópurinn skilaði skýrum tillögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að koma með frumvarp um endurskoðun á barnalögum. Ragna Árnadóttir tók við boltanum og voru frumvörpin kláruð í góðu samstarfi við umhverfi málaflokksins. Byggt var á tillögum 12 manna hópsins sem Jóhanna skipaði og tekið mið af lagaþróun hjá öðrum norrænum ríkjum. En Ögmundur, þá kemur þú í ráðuneytið – með Höllu Gunnarsdóttur. Refurinn komst í hænsnabúið og át allar hænurnar. Þú leggur fram frumvarp án dómaraheimildar til að dæma sameiginlega forsjá sem var hrygglengjan í áður tilbúnu frumvarpi ásamt fleiri atriðum. Slík dómaraheimild er grundvallaratriði og nú í lögum allra annarra vestrænna ríkja. Annars getur annað foreldrið í mörgum tilfellum ákveðið eitt og sjálft hvort barn verði í sameiginlegri forsjá eða ekki. Einnig getur foreldrið sem barnið býr fast hjá í raun og veru haft það í hendi sér hvort það vill slíta sameiginlegri forsjá eða ekki – hafi hún komist á. Tal um sáttaferli án dómaraheimildar er hjóm eitt, enda er óvissa í réttarsal lykilhvati til sátta. Ögmundur, þú mættir á ráðstefnu nýlega og náðir á 5 mínútum að opinbera vanþekkingu þína á málaflokknum. Nefndir þrjú atriði í ræðu sem dæmi um það að ómögulegt væri að dæma fólk til sameiginlegrar forsjár því fólk þyrfti að koma sér saman um þessi þrjú atriði. Þau voru öll röng og heyra undir ákvörðunarvald þess foreldris sem barnið býr fast hjá en ekki undir sameiginlega forsjá. Falleinkunn. Þegar þú lagðir frumvarpið fram á Alþingi árið 2011 hló þingheimur í tvígang því allir sáu að þú hafðir lágmarksþekkingu á því sem þú varst að segja og kom það fram í umræðunum. Rökin sem þú barst á borð fyrir þinni eyðileggingu á góðu frumvarpi Rögnu Árnadóttur, voru allt að því hjákátleg. Greinargerðin sjálf með frumvarpinu kaffærði þín rök, öll með dómaraheimild. Með öðrum orðum Ögmundur, ef þú yrðir nú skyndilega það vinsæll að þú yrðir ráðherra einhvers Norðurlandanna, Frakklands – nú eða Bandaríkjanna eða Ástralíu, þá myndir þú fella út dómaraheimildina og svona 10-20 réttindaatriði í málefnum skilnaðarbarna og foreldra þeirra. Þú veist betur en samanlögð þjóðþing vestrænna ríkja. Veist betur en sérfræðingar Norðurlanda, svo að ekki sé minnst á 12 manna hópinn sem Jóhanna skipaði, nefndina sem skrifaði frumvarpið, forsjárnefndin sem skilaði lokaskýrslu fyrir nokkrum árum – já, veist bara betur og trúlega best. Eða hvað! Halla Gunnarsdóttir er fyrrverandi talsmaður Femínistafélags Íslands. Það annars ágæta félag lagði sig niður við það að senda inn umsögn árið 2006 og mælti á móti því að sameiginleg forsjá yrði meginregla á Íslandi – einu allra ríkja! Annað hefur verið eftir því í málflutningi þess ágæta félags. Ögmundur, færðu þig nú í bílstjórasætið í þessu máli. Félag um Foreldrajafnrétti heldur ráðstefnu í Háskóla Reykjavíkur þann 10. febrúar kl 13.30 undir sem nafninu „af hverju bara á Íslandi?“ Þar verður lagaprófessor frá Noregi sem var formaður ráðherraskipaðrar nefndar um endurskoðun barnalaga árið 2008. Þar verður einnig danskur skilnaðarlögfræðingur sem sat í sams konar nefnd í Danmörku árið 2006 og er fyrrverandi formaður samtaka lögfræðinga sem sérhæfa sig í fjölskyldurétti í Danmörku. Síðan verða þrír íslenskir sérfræðingar með erindi. Þarna verða allir þingmenn sem láta sig fjölskyldumál einhverju varða. Því miður Ögmundur getur þú ekki komið á þessa ráðstefnu þar sem þú ert upptekinn á annarri á Akureyri, bókaður þar áður en þessi ráðstefna var endanlega ákveðin. Þér er fyrirgefið að mæta ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skilnaðartíðni há en lagaumhverfið hefur ekki tekið mið af því á Íslandi í sama mæli og gert er annars staðar á Norðurlöndunum – í þeim tilgangi að vernda hagsmuni barna og tryggja jafnræði milli foreldra þegar að nýju og gjörbreyttu lífi kemur eftir skilnað. Hér erum við að tala um hagsmuni 25-30% allra barna í landinu sem innlendar og erlendar rannsóknir hafa undantekningarlítið sýnt að er margfalt hættara við að lenda afvega í lífinu en öðrum börnum. Þetta málefni hefur verið nánast hunsað í tvo áratugi, breytingar gerðar seint og illa. Í hvert skipti sem endurskoða á þessi mál fer af stað umræða sem oftar en ekki er tengd kvenréttindahópum eða jafnréttisbaráttu af einhverju tagi og berst gegn öllum breytingum. Litið er á aukin réttindi barna og þess foreldris sem barnið býr ekki fast hjá sem óskiljanlega ógn við stöðu kvenna. Á sama tíma berjast jafnréttishreyfingar á Norðurlöndum fyrir breytingum á lögum í þá átt að jafna út aðstöðumun foreldra eftir skilnað – telja það grunnatriði til að auðvelda einstæðum mæðrum lífsbaráttuna, að auka ábyrgð og möguleika feðra til að taka aukinn þátt, fyrir utan auðvitað hagsmuni barnanna sjálfra. Hjá öðrum norrænum ríkjum hafa þessi mál verið í stígandi og stöðugri endurskoðun en breytingar sjaldnast eða aldrei komið til Íslands fyrr en öll önnur lönd hafa tekið upp viðkomandi breytingu. Þannig fengu íslenskir feður síðastir feðra umgengnisrétt við börnin sín, sameiginlega forsjáin kom síðust til Íslands og er innihaldsrýrust hér. Sameiginleg forsjá var síðust lögtekin sem meginregla á Íslandi, meðlagsgreiðslukerfið íslenska er eina kerfið sem ekki hefur tekið breytingum í grundvallaratriðum, kerfi um raunverulega búsetu barna á tveimur heimilum er ekki til á Íslandi og svo má áfram telja. Enn á eftir að taka upp um 10 sjálfssögð réttindamál á Íslandi sem öll eru lögtekin annars staðar á Norðurlöndum. Það var loksins árið 2007 sem eitthvað fór að gerast í kjölfar mikillar umræðu. Jóhanna Sigurðardóttir skipaði 12 manna hóp sem undirritaður sat í til að koma með tillögur um breytingar á barnalögum eftir skoðun á aðstöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Hópurinn skilaði skýrum tillögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að koma með frumvarp um endurskoðun á barnalögum. Ragna Árnadóttir tók við boltanum og voru frumvörpin kláruð í góðu samstarfi við umhverfi málaflokksins. Byggt var á tillögum 12 manna hópsins sem Jóhanna skipaði og tekið mið af lagaþróun hjá öðrum norrænum ríkjum. En Ögmundur, þá kemur þú í ráðuneytið – með Höllu Gunnarsdóttur. Refurinn komst í hænsnabúið og át allar hænurnar. Þú leggur fram frumvarp án dómaraheimildar til að dæma sameiginlega forsjá sem var hrygglengjan í áður tilbúnu frumvarpi ásamt fleiri atriðum. Slík dómaraheimild er grundvallaratriði og nú í lögum allra annarra vestrænna ríkja. Annars getur annað foreldrið í mörgum tilfellum ákveðið eitt og sjálft hvort barn verði í sameiginlegri forsjá eða ekki. Einnig getur foreldrið sem barnið býr fast hjá í raun og veru haft það í hendi sér hvort það vill slíta sameiginlegri forsjá eða ekki – hafi hún komist á. Tal um sáttaferli án dómaraheimildar er hjóm eitt, enda er óvissa í réttarsal lykilhvati til sátta. Ögmundur, þú mættir á ráðstefnu nýlega og náðir á 5 mínútum að opinbera vanþekkingu þína á málaflokknum. Nefndir þrjú atriði í ræðu sem dæmi um það að ómögulegt væri að dæma fólk til sameiginlegrar forsjár því fólk þyrfti að koma sér saman um þessi þrjú atriði. Þau voru öll röng og heyra undir ákvörðunarvald þess foreldris sem barnið býr fast hjá en ekki undir sameiginlega forsjá. Falleinkunn. Þegar þú lagðir frumvarpið fram á Alþingi árið 2011 hló þingheimur í tvígang því allir sáu að þú hafðir lágmarksþekkingu á því sem þú varst að segja og kom það fram í umræðunum. Rökin sem þú barst á borð fyrir þinni eyðileggingu á góðu frumvarpi Rögnu Árnadóttur, voru allt að því hjákátleg. Greinargerðin sjálf með frumvarpinu kaffærði þín rök, öll með dómaraheimild. Með öðrum orðum Ögmundur, ef þú yrðir nú skyndilega það vinsæll að þú yrðir ráðherra einhvers Norðurlandanna, Frakklands – nú eða Bandaríkjanna eða Ástralíu, þá myndir þú fella út dómaraheimildina og svona 10-20 réttindaatriði í málefnum skilnaðarbarna og foreldra þeirra. Þú veist betur en samanlögð þjóðþing vestrænna ríkja. Veist betur en sérfræðingar Norðurlanda, svo að ekki sé minnst á 12 manna hópinn sem Jóhanna skipaði, nefndina sem skrifaði frumvarpið, forsjárnefndin sem skilaði lokaskýrslu fyrir nokkrum árum – já, veist bara betur og trúlega best. Eða hvað! Halla Gunnarsdóttir er fyrrverandi talsmaður Femínistafélags Íslands. Það annars ágæta félag lagði sig niður við það að senda inn umsögn árið 2006 og mælti á móti því að sameiginleg forsjá yrði meginregla á Íslandi – einu allra ríkja! Annað hefur verið eftir því í málflutningi þess ágæta félags. Ögmundur, færðu þig nú í bílstjórasætið í þessu máli. Félag um Foreldrajafnrétti heldur ráðstefnu í Háskóla Reykjavíkur þann 10. febrúar kl 13.30 undir sem nafninu „af hverju bara á Íslandi?“ Þar verður lagaprófessor frá Noregi sem var formaður ráðherraskipaðrar nefndar um endurskoðun barnalaga árið 2008. Þar verður einnig danskur skilnaðarlögfræðingur sem sat í sams konar nefnd í Danmörku árið 2006 og er fyrrverandi formaður samtaka lögfræðinga sem sérhæfa sig í fjölskyldurétti í Danmörku. Síðan verða þrír íslenskir sérfræðingar með erindi. Þarna verða allir þingmenn sem láta sig fjölskyldumál einhverju varða. Því miður Ögmundur getur þú ekki komið á þessa ráðstefnu þar sem þú ert upptekinn á annarri á Akureyri, bókaður þar áður en þessi ráðstefna var endanlega ákveðin. Þér er fyrirgefið að mæta ekki.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar