Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna 20. febrúar 2012 08:00 Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun