Innlent

OR skipt í tvennt um áramót

Dagur B. Eggetsson.
Dagur B. Eggetsson.
Orkuveitu Reykjavíkur verður skipt upp í tvö fyrirtæki fyrir áramót. Þá rennnur út margframlengdur frestur fyrirtækisins til þess að aðskilja samkeppnishluta og einkaleyfishluta fyrirtækisins í samræmi við Evrópureglur.

Slík uppskipting hefur þegar átt sér stað hjá öðrum orkufyrirtækjum í landinu, þar sem orkuframleiðsla hefur verið sett inn í eitt fyrirtæki, svokallaðan samkeppnishluta, en orkudreifing í annan hluta, svokallaðan einkaleyfishluta. Dæmi um slíka uppskiptingu eru HS orka og HS veitur, tvö fyrirtæki sem áður mynduðu Hitaveitu Suðurnesja.

Borgarráð kaus nýlega sérstaka eigendanefnd til að móta eigendastefnu vegna uppskiptingar fyrirtækisins. Sú nefnd á líka að fjalla um hlutverk sveitarfélaganna sem eigenda auðlinda sem tengjast starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og ákveða hvernig staðið verður að eignarhaldi þeirra eftir uppskiptingu fyrirtækisins.

Stjórn OR lauk stefnumótunarvinnu sem tengist þessu á síðasta kjörtímabili en sveitarstjórnirnar sjálfar áttu eftir að taka hana til umfjöllunar. Eigendanefndin mun annast þá umfjöllun.

Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndarinnar, segir að einnig komi til skoðunar hvernig hlutverkum verði skipt milli stjórnar og stjórnenda orkufyrirtækja borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×