Orð forsetans um "skrautdúkku“ Rósa Guðrún Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. Í viðtali við Ólaf Ragnar í DV kom fram sú skoðun hans að „forsetaembættið væri grafalvarleg staða í lýðræðislegu stjórnskipulagi", og aðspurður sagðist hann hafa ákveðið að sækjast eftir endurkjöri eftir að rúmlega 30 þúsund Íslendingar óskuðu eftir því að hann stæði vaktina áfram á „óvissutímum". Mörg stórmál væru óleyst og skilja mátti orð forsetans þannig að hann væri kjölfesta, öryggisventill á meðan tekist væri á um umdeild mál á vettvangi óvinsælla og vanvirtra stjórnmálanna. Mikilvægt væri að forsetinn hefði burði og getu, reynslu og þekkingu til að taka á málum sem væru komin í öngstræti. Í öðru viðtali hafði hann varað við þeirri þróun sem sumir fjömiðlar hefðu kynt undir að forsetaembættið væri „show" – til þess væri allt of mikið í húfi. Forsetinn væri ekki „skrautdúkka" og það væri nauðsynlegt að þjóðin nálgaðist kosningarnar ekki út frá þeim forsendum að þetta snérist um veislustjóra á Bessastöðum, myndbirtingar eða framkomu á skjánum. Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars. Þessi innkoma Ólafs minnir óneitanlega á aðferðir úr kosningabaráttunni þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti. Þá þótti baráttan málaefnasnauð enda snérist umræðan að mestu um persónu og kyn Vigdísar og þá „staðreynd" að Vigdís þekkti lítt til völundarhúss stjórnmálanna eins og það var orðað. Þannig voru kjósendur þreyttir á umræðum um hver yrði húsfreyja á Bessastöðum ef Vigdís næði kjöri og var hvert tækifæri nýtt af fjölmiðlum til að spyrja Vigdísi hvort hún væri í framboði fyrir dætur þjóðarinnar. Orðalagið var kynjað og byggði þannig á stöðlunum ímyndum um kynhlutverk – karlmennsku og kvenleika og samhengisins þar á milli. Ólafur grípur til þess ráðs að nota kvenlægar lýsingar eins og orðið „skrautdúkka" til að smætta vægi Þóru sem frambjóðanda. Þá hefur hann einnig gefið í skyn að hún verði þögul og þæg í forsetaembætti og muni styðja ríkisstjórn, sama hver hún verði. Með því að nota slíkar aðferðir beinir forsetinn óafvitandi spjótum að sjálfum sér – hann beinir athyglinni að persónu og kyni Þóru í stað þess að leggja áherslu á málefnamun frambjóðenda eða á ólíka sýn þeirra á eðli og þróun forsetaembættisins. Stóru málin sem forsetinn vísar til eru samskiptin við ESB, stjórnarskrármálið og Icesave. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvort þjóðin hafi ekki áður tekist á um stórmál og hvort aðrir komi ekki til greina í embætti forsetans sé þjóðin ekki á einu máli um mikilvæg málefni? Í bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið, víkur höfundur að aldagömlu sundurlyndi Íslendinga sem hann telur vera eina helstu meinsemd samfélags okkar. Hrunið hafi afhjúpað það að við búum í sundruðu þjóðfélagi. Þjóðin hafi oftsinnis verið klofin í herðar niður í afstöðu sinni til stórra mála eins og til dæmis þess hvernig við stóðum að lýðveldsstofnun þegar Danmörk var hersetin, gagnvart varnarliðinu og kvótakerfinu. Styrmir nefnir einnig átökin milli dreifbýlis og þéttbýlis sem staðið hafa alla tuttugustu öldina og standa enn. Við þetta má bæta að þjóðin var klofin í afstöðu sinni gagnvart aðild að NATO og EFTA og hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar. Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni. Er sundurlyndið meira eða minna í dag? Er Ólafur Ragnar óumdeildur þjóðarleiðtogi, eftir 16 ár á forsetastóli, sem sendir erfið mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þar með fá farsældar lyktir? Gerir pólitískur bakgrunnur og stjórnarfarsleg reynsla Ólafs Ragnars hann betri til að sitja í grafalvarlegri stöðu forsetaembættisins? Innkomu forsetans í kosningabaráttuna mætti líkja við vel undirbúið og hannað leikrit eða „show" þar sem Ólafur Ragnar beinlínis varar þjóðina við því að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Staða forsetans sé grafalvarleg í stjórnskipaninni. Allt of mikið sé í húfi til að láta „skrautdúkku" úr dægurþrasi fjölmiðlanna setjast í stól forsetans. Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur. Í dag er þó greinilega enn gripið til sömu örþrifaráða og vorið örlagaríka 1980 þegar þjóðin kaus fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann í heimi. Hins vegar var það þannig að við hverja greinina sem birtist í fjölmiðlum og byggði á lágkúrulegum og kynjuðum áróðri um reynsluleysi Vigdísar jókst stuðningur við hana. Umræðan gekk einfaldlega fram af fólki. Og nú dæmir hver fyrir sig líkt og þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. Í viðtali við Ólaf Ragnar í DV kom fram sú skoðun hans að „forsetaembættið væri grafalvarleg staða í lýðræðislegu stjórnskipulagi", og aðspurður sagðist hann hafa ákveðið að sækjast eftir endurkjöri eftir að rúmlega 30 þúsund Íslendingar óskuðu eftir því að hann stæði vaktina áfram á „óvissutímum". Mörg stórmál væru óleyst og skilja mátti orð forsetans þannig að hann væri kjölfesta, öryggisventill á meðan tekist væri á um umdeild mál á vettvangi óvinsælla og vanvirtra stjórnmálanna. Mikilvægt væri að forsetinn hefði burði og getu, reynslu og þekkingu til að taka á málum sem væru komin í öngstræti. Í öðru viðtali hafði hann varað við þeirri þróun sem sumir fjömiðlar hefðu kynt undir að forsetaembættið væri „show" – til þess væri allt of mikið í húfi. Forsetinn væri ekki „skrautdúkka" og það væri nauðsynlegt að þjóðin nálgaðist kosningarnar ekki út frá þeim forsendum að þetta snérist um veislustjóra á Bessastöðum, myndbirtingar eða framkomu á skjánum. Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars. Þessi innkoma Ólafs minnir óneitanlega á aðferðir úr kosningabaráttunni þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti. Þá þótti baráttan málaefnasnauð enda snérist umræðan að mestu um persónu og kyn Vigdísar og þá „staðreynd" að Vigdís þekkti lítt til völundarhúss stjórnmálanna eins og það var orðað. Þannig voru kjósendur þreyttir á umræðum um hver yrði húsfreyja á Bessastöðum ef Vigdís næði kjöri og var hvert tækifæri nýtt af fjölmiðlum til að spyrja Vigdísi hvort hún væri í framboði fyrir dætur þjóðarinnar. Orðalagið var kynjað og byggði þannig á stöðlunum ímyndum um kynhlutverk – karlmennsku og kvenleika og samhengisins þar á milli. Ólafur grípur til þess ráðs að nota kvenlægar lýsingar eins og orðið „skrautdúkka" til að smætta vægi Þóru sem frambjóðanda. Þá hefur hann einnig gefið í skyn að hún verði þögul og þæg í forsetaembætti og muni styðja ríkisstjórn, sama hver hún verði. Með því að nota slíkar aðferðir beinir forsetinn óafvitandi spjótum að sjálfum sér – hann beinir athyglinni að persónu og kyni Þóru í stað þess að leggja áherslu á málefnamun frambjóðenda eða á ólíka sýn þeirra á eðli og þróun forsetaembættisins. Stóru málin sem forsetinn vísar til eru samskiptin við ESB, stjórnarskrármálið og Icesave. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvort þjóðin hafi ekki áður tekist á um stórmál og hvort aðrir komi ekki til greina í embætti forsetans sé þjóðin ekki á einu máli um mikilvæg málefni? Í bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið, víkur höfundur að aldagömlu sundurlyndi Íslendinga sem hann telur vera eina helstu meinsemd samfélags okkar. Hrunið hafi afhjúpað það að við búum í sundruðu þjóðfélagi. Þjóðin hafi oftsinnis verið klofin í herðar niður í afstöðu sinni til stórra mála eins og til dæmis þess hvernig við stóðum að lýðveldsstofnun þegar Danmörk var hersetin, gagnvart varnarliðinu og kvótakerfinu. Styrmir nefnir einnig átökin milli dreifbýlis og þéttbýlis sem staðið hafa alla tuttugustu öldina og standa enn. Við þetta má bæta að þjóðin var klofin í afstöðu sinni gagnvart aðild að NATO og EFTA og hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar. Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni. Er sundurlyndið meira eða minna í dag? Er Ólafur Ragnar óumdeildur þjóðarleiðtogi, eftir 16 ár á forsetastóli, sem sendir erfið mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þar með fá farsældar lyktir? Gerir pólitískur bakgrunnur og stjórnarfarsleg reynsla Ólafs Ragnars hann betri til að sitja í grafalvarlegri stöðu forsetaembættisins? Innkomu forsetans í kosningabaráttuna mætti líkja við vel undirbúið og hannað leikrit eða „show" þar sem Ólafur Ragnar beinlínis varar þjóðina við því að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Staða forsetans sé grafalvarleg í stjórnskipaninni. Allt of mikið sé í húfi til að láta „skrautdúkku" úr dægurþrasi fjölmiðlanna setjast í stól forsetans. Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur. Í dag er þó greinilega enn gripið til sömu örþrifaráða og vorið örlagaríka 1980 þegar þjóðin kaus fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann í heimi. Hins vegar var það þannig að við hverja greinina sem birtist í fjölmiðlum og byggði á lágkúrulegum og kynjuðum áróðri um reynsluleysi Vigdísar jókst stuðningur við hana. Umræðan gekk einfaldlega fram af fólki. Og nú dæmir hver fyrir sig líkt og þá.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun