Orkuskattur á stóriðjuna svik sem ríkisstjórnin fékk í arf Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2013 13:28 Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einum vetvangi. mynd/stefán Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir sérstakan orkuskatt á stóriðjufyrirtækin í landinu vera svik frá fyrri ríkisstjórn sem núverandi stjórn hafi fengið í arf. En skatturinn var lagður á með samkomulagi við stóriðjufyrirtækin árið 2009 til að létta undir með bágstöddum ríkissjóði og átti að gilda til ársins 2012. Fyrri ríkisstjórn ákvað hins vegar að framlengja skattinn til ársins 2015 og áfram er gert ráð fyrir því í í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni gagnrýndu fyrri ríkisstjórn harðlega fyrir að framlengja skattinn. „Það sem við gagnrýndum á sínum tíma er að það hafði verið gefið út loforð til stóriðjufyrirtækjanna um að skatturinn væri einungis tímabundinn. Það var síðan svikið af fyrri ríkisstjórn,” segir Bjarni. Þessi skattur hafi verið hluti af því skattaumhverfi sem ný ríkisstjórn hafi fengið í arf. „Og í fjárlagafrumvarpinu að þessu sinni birtist forgangsröðun okkar í skattamálum eins og við getum hrint henni í framkvæmt í ljósi stöðunnar í ríkisfjármálum,“ segir Bjarni. Ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einu vetfangi. Ríkisstjórnin hafi hins vegar lýst því yfir að hún hyggist láta þennan skatt renna út í árslok 2015 og fengið fyrir það athugasemdir og skammir frjá stjórnarandstöðunni sem vilji framlengja skattinn enn frekar. „Og með því finnst mér að það væri þá þeirra verk, þeirra sem studdu fyrri ríkisstjórn, að halda áfram svikunum við stóriðjufyrirtækin í landinu,“Ef þið tölduð þetta vera svona mikil svik á sínum tíma, hefði þá ekki verið rétt að leiðrétta þau? „Svikin hafa nú þegar átt sér stað. Þau voru framkvæmd af fyrri ríkisstjórn. Okkar stefna er að láta skattinn renna út,“ segir Bjarni. Forgangsröðunin hafi verið að lækka skatta á almennig og tryggingagjöldin á fyrirtækin í landinu. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir sérstakan orkuskatt á stóriðjufyrirtækin í landinu vera svik frá fyrri ríkisstjórn sem núverandi stjórn hafi fengið í arf. En skatturinn var lagður á með samkomulagi við stóriðjufyrirtækin árið 2009 til að létta undir með bágstöddum ríkissjóði og átti að gilda til ársins 2012. Fyrri ríkisstjórn ákvað hins vegar að framlengja skattinn til ársins 2015 og áfram er gert ráð fyrir því í í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni gagnrýndu fyrri ríkisstjórn harðlega fyrir að framlengja skattinn. „Það sem við gagnrýndum á sínum tíma er að það hafði verið gefið út loforð til stóriðjufyrirtækjanna um að skatturinn væri einungis tímabundinn. Það var síðan svikið af fyrri ríkisstjórn,” segir Bjarni. Þessi skattur hafi verið hluti af því skattaumhverfi sem ný ríkisstjórn hafi fengið í arf. „Og í fjárlagafrumvarpinu að þessu sinni birtist forgangsröðun okkar í skattamálum eins og við getum hrint henni í framkvæmt í ljósi stöðunnar í ríkisfjármálum,“ segir Bjarni. Ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einu vetfangi. Ríkisstjórnin hafi hins vegar lýst því yfir að hún hyggist láta þennan skatt renna út í árslok 2015 og fengið fyrir það athugasemdir og skammir frjá stjórnarandstöðunni sem vilji framlengja skattinn enn frekar. „Og með því finnst mér að það væri þá þeirra verk, þeirra sem studdu fyrri ríkisstjórn, að halda áfram svikunum við stóriðjufyrirtækin í landinu,“Ef þið tölduð þetta vera svona mikil svik á sínum tíma, hefði þá ekki verið rétt að leiðrétta þau? „Svikin hafa nú þegar átt sér stað. Þau voru framkvæmd af fyrri ríkisstjórn. Okkar stefna er að láta skattinn renna út,“ segir Bjarni. Forgangsröðunin hafi verið að lækka skatta á almennig og tryggingagjöldin á fyrirtækin í landinu.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira