Orkuverð á Íslandi samkeppnishæft á öllum sviðum Gunnar Örn Jónsson skrifar 11. ágúst 2009 14:05 Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða. Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða.
Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira