Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2014 18:30 Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25