Öryggisbúnaður og kunnátta skipta öllu 22. maí 2012 06:30 Öryggisútbúnaður og undirbúningur komu sér vel þegar Smári Sigurðsson lenti í snjóflóði í hlíðum Kerlingar við Eyjafjörð. Mynd/Smári Öryggisbúnaður og kunnátta í því að nota slíkan búnað skipta sköpum þegar óvænt hættuástand skapast á fjöllum. Það segir Smári Sigurðsson, þaulvanur vélsleðamaður, en hann lenti í háska í fjallaferð í síðustu viku. Smári var á ferðinni uppi við Kerlingu ofan við Eyjafjörð og ekkert benti til þess að nokkuð væri öðruvísi en venjulega þegar snjóflóð fór af stað og rann á hann. Umsvifalaust sprengdi Smári út loftpúða sem er í bakpokanum, en þegar allt var um garð gengið var hann efst í flóðinu og gat losað sig sjálfur. „Menn hafa verið að þróa svona útbúnað síðustu ár og notendum fer alltaf fjölgandi,“ segir Smári. Til að blása upp púðann þurfti Smári að toga í handfang á bakpokanum. Hann segist hafa verið fljótur að sprengja upp púðann enda hafi hann verið búinn að kynna sér búnaðinn. „Ég var búinn að pæla í þessu og held að það hafi skipt öllu máli, því að ég hafði engan tíma til að hugsa mig um. Ég veit svo ekki hvort púðinn hafi einmitt bjargað mér, en hann virkaði eins og hann átti að gera og ég hafnaði mjög ofarlega í flóðinu.“ Smári bætir því við að annar útbúnaður sé einnig mikilvægur, til dæmis snjóflóðaýlar og stangir og skóflur til leitar. „Pokunum fer stöðugt fjölgandi og næstum allir eru með ýli. Það sem máli skiptir er hins vegar að læra á tækið, því að það er enginn tími til þess þegar komið er fram á ögurstundu.“ „Tækjabúnaðurinn kemur ekki í veg fyrir slysin, heldur lágmarkar skaðann. Það er heldur ekki nóg fyrir menn að kaupa allar heimsins græjur ef þeir svo haga sér eins og bjánar.“ - þj Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Öryggisbúnaður og kunnátta í því að nota slíkan búnað skipta sköpum þegar óvænt hættuástand skapast á fjöllum. Það segir Smári Sigurðsson, þaulvanur vélsleðamaður, en hann lenti í háska í fjallaferð í síðustu viku. Smári var á ferðinni uppi við Kerlingu ofan við Eyjafjörð og ekkert benti til þess að nokkuð væri öðruvísi en venjulega þegar snjóflóð fór af stað og rann á hann. Umsvifalaust sprengdi Smári út loftpúða sem er í bakpokanum, en þegar allt var um garð gengið var hann efst í flóðinu og gat losað sig sjálfur. „Menn hafa verið að þróa svona útbúnað síðustu ár og notendum fer alltaf fjölgandi,“ segir Smári. Til að blása upp púðann þurfti Smári að toga í handfang á bakpokanum. Hann segist hafa verið fljótur að sprengja upp púðann enda hafi hann verið búinn að kynna sér búnaðinn. „Ég var búinn að pæla í þessu og held að það hafi skipt öllu máli, því að ég hafði engan tíma til að hugsa mig um. Ég veit svo ekki hvort púðinn hafi einmitt bjargað mér, en hann virkaði eins og hann átti að gera og ég hafnaði mjög ofarlega í flóðinu.“ Smári bætir því við að annar útbúnaður sé einnig mikilvægur, til dæmis snjóflóðaýlar og stangir og skóflur til leitar. „Pokunum fer stöðugt fjölgandi og næstum allir eru með ýli. Það sem máli skiptir er hins vegar að læra á tækið, því að það er enginn tími til þess þegar komið er fram á ögurstundu.“ „Tækjabúnaðurinn kemur ekki í veg fyrir slysin, heldur lágmarkar skaðann. Það er heldur ekki nóg fyrir menn að kaupa allar heimsins græjur ef þeir svo haga sér eins og bjánar.“ - þj
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira