Öryrkjabandalagið segir greiðsluþak of hátt í nýju frumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 18:30 Öryrkjabandalagið telur að að greiðsluþátttaka öryrkja í heilbrigðiskerfinu verði of mikil samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra. Þá gagnrýnir bandalagið að það hafi ekki verið haft með í ráðum við samningu frumvarpsins. Samkvæmt frumvarpi ráðherra á heilsugæslan í vaxandi mæli að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Með nýja greiðsluþátttökukerfinu kemur ekki aukið fjármagn heldur verður byrðunum í vaxandi mæli deilt á þá sem þurfa minnst á þjónustunni að halda. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bæði mánaðarlegt og árlegt þak verði sett á kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig að hann verði aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurm og öryrkjum. Öryrkjabandalagið fékk Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðing til að meta tillögurnar í frumvarpi heilbrigðisráðherra og boðaði til málþings um þær í dag. Hann segir þakið í frumvarpinu of hátt. „Lyfjakostnaður er líka fyrir utan þannig að fyrir einstakling getur hámarksþakið verið allt að 157 þúsund krónur. Sem enn og aftur er allt of hátt. Jafnvel tvöfalt ef ekki þrefalt hærra en til dæmis í Svíþjóð. En ég held að samanlagður hámarkskostnaður þar sé í kring um fimmtíu þúsund,“ segir Gunnar Alexander. Hjá öryrkjum geti þakið verið í kring um hundrað þúsund með lyfjakostnaði. Heilbrigðiskostnaður muni hins vegar lækka hjá mörgum og það sé fagnaðarefni að ætlunin sé að setja þak á þennan kostnað yfirleitt. „Mér skilst að heildarkostnaður ef við gerðum allt gjaldfrjálst sé 6,5 milljarðar. Ef við myndum kannski setja tvo til þrjá milljarða til viðbótar í niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustu værum við að tala um allt annað þak en er í þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Alexander. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að bandalagið hafi ekki fengið að koma að mótun frumvarpsins þótt tillögurnar séu skref í rétta átt. Þakið þurfi að lækka og fella þyrfti fjölbreyttari heilbrigiðsþjónustu undir það. „Við höfum séð það á síðast liðnum árum að frestun á læknisheimsóknum hjá örorkulífeyrisþegum hefur stóraukist. Við teljum mjög mikilvægt að þarna innundir falli tannlæknakostnaður og sálfræðikostnaður, sálfræðiþjónusta og svo tæknifrjóvganir. Þetta erum við ekki að sjá í þessum tillögum, segir Ellen. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Öryrkjabandalagið telur að að greiðsluþátttaka öryrkja í heilbrigðiskerfinu verði of mikil samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra. Þá gagnrýnir bandalagið að það hafi ekki verið haft með í ráðum við samningu frumvarpsins. Samkvæmt frumvarpi ráðherra á heilsugæslan í vaxandi mæli að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Með nýja greiðsluþátttökukerfinu kemur ekki aukið fjármagn heldur verður byrðunum í vaxandi mæli deilt á þá sem þurfa minnst á þjónustunni að halda. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bæði mánaðarlegt og árlegt þak verði sett á kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig að hann verði aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurm og öryrkjum. Öryrkjabandalagið fékk Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðing til að meta tillögurnar í frumvarpi heilbrigðisráðherra og boðaði til málþings um þær í dag. Hann segir þakið í frumvarpinu of hátt. „Lyfjakostnaður er líka fyrir utan þannig að fyrir einstakling getur hámarksþakið verið allt að 157 þúsund krónur. Sem enn og aftur er allt of hátt. Jafnvel tvöfalt ef ekki þrefalt hærra en til dæmis í Svíþjóð. En ég held að samanlagður hámarkskostnaður þar sé í kring um fimmtíu þúsund,“ segir Gunnar Alexander. Hjá öryrkjum geti þakið verið í kring um hundrað þúsund með lyfjakostnaði. Heilbrigðiskostnaður muni hins vegar lækka hjá mörgum og það sé fagnaðarefni að ætlunin sé að setja þak á þennan kostnað yfirleitt. „Mér skilst að heildarkostnaður ef við gerðum allt gjaldfrjálst sé 6,5 milljarðar. Ef við myndum kannski setja tvo til þrjá milljarða til viðbótar í niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustu værum við að tala um allt annað þak en er í þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Alexander. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að bandalagið hafi ekki fengið að koma að mótun frumvarpsins þótt tillögurnar séu skref í rétta átt. Þakið þurfi að lækka og fella þyrfti fjölbreyttari heilbrigiðsþjónustu undir það. „Við höfum séð það á síðast liðnum árum að frestun á læknisheimsóknum hjá örorkulífeyrisþegum hefur stóraukist. Við teljum mjög mikilvægt að þarna innundir falli tannlæknakostnaður og sálfræðikostnaður, sálfræðiþjónusta og svo tæknifrjóvganir. Þetta erum við ekki að sjá í þessum tillögum, segir Ellen.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira