Ósanngjörn skattheimta í nafni umhverfisverndar Bryndís Loftsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar