Innlent

Óska eftir öðru nafni

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson Mynd/Valgarður
Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð, sem að Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir eru í forsvari fyrir, breyti um nafn.

Í tilkynningu sem Ný framtíð sendi frá segir að ljóst hafi verið í meira en mánuð að til stæði að endurvekja Nýja framtíð, en starf samtakanna hafði legið niðri í nokkur ár. Ný framtíð hvetur Bjarta framtíð til að velja sér annað nafn sem síður leiðir til ruglings og óþæginda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×