Óskar Bergsson dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 16:05 Óskar Bergsson: "Réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“ vísir/pjetur Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira