Óskar eftir nýra - "Nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. mars 2014 22:56 Kristján þarf að mæta þrisvar í viku í blóðhreinsun. MYND/Landspítalinn „Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“ Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
„Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira