Innlent

Öskrandi leikari hræddi nágranna í miðbænum

Leikarinn gleymdi sér á heimleiðinni.
Leikarinn gleymdi sér á heimleiðinni. Mynd/WikiCommons
Íbúi í miðborginni tilkynnti lögreglu, rétt fyrir miðnætti, um óhugnarleg öskur í nágrenninu, og hafði hann áhyggjur af því að eitthvert voðaverk væri í gangi.

Áður en lögregla kom á svæðið hringdi hann aftur og uplýsti lögreglu um að hann hafi kannað málið nánar og hitt þann öskrandi á gangi. Sá gaf þá skýringu að hann hafi verið að koma af af æfingu í leiktjáningu með leikhópi, sem hann er í.

Í ógáti hafi hann haldið æfingunni áfram á heimleiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×