Innlent

Öskuhjól á Hvolsvelli

Þessa mynd tók Björn Á. Guðlaugsson í dag.
Þessa mynd tók Björn Á. Guðlaugsson í dag.

Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út.

Reiðhjól lá út í garðinum hjá Birni en þegar hann reisti það við var askan búin að teikna nákvæma eftirmynd þess í grasið.

Öskufallið hefur einnig verið gífurlegt í Vestmannaeyjum í dag. Það minnkaði þó talsvert nú í kvöld. Spáð er öskufalli á suður og suðvesturlandi á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×