Innlent

Össur á Alþingi: Til hamingju Ísland

„Við eigum að læra af þessu við stjórnmálamennirnir sem hérna sitjum. Samstaðan, þegar upp er staðið, skilar bestum árangri fyrir Ísland," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag þegar rætt var um dóm EFTA-dómstólsins frá því morgun.

„Til hamingju Ísland. Við Íslendingar höfðum fullan sigur í öllum þáttum þegar úrskurður féll í morgun. Sigur Íslands var svo algjör að ESA var dæmt til að greiða allan málskostnað Íslands," sagði Össur. „Það eru full rök fyrir því að málið hefur hvílt eins og mara, ekki bara á okkur sem hér sitjum heldur þjóðinni allri."

Þá sagði Össur að algjör samstaða hafi verið um það hvernig reka ætti málið fyrir dómstólum, gætt hafi verið að því að ólík sjónarmið næðu fram að ganga.

„Ég vil segja það að á þessum degi, að ég tek hatt minn ofan fyrir EFTA-dómstólnum að hafa styrk og þor að komast að þessari niðurstöðu þrátt fyrir allan hræðsluáróðurinn sem að honum var gerður af öllum gagnaðilum," sagði Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×