Össur krafði forsetann skýringa á ESB ummælum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2010 10:02 Össur segir að forsetinn verði að haga orðum sínum þannig að þau séu ekki túlkuð sem ágreiningur við utanríkisstefnu Íslands. „Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. „Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn. Orðaði hugsun margra Íslendinga „Af samtölum Ólafs í Kína er hins vegar það að segja að vissulega orðaði hann hugsun margra Íslendinga gagnvart því hvernig tiltekin ESB lönd höguðu sér varðandi tvíhliða deilu okkar við Breta og Hollendinga. Hitt liggur alveg ljóst fyrir að hann sagði skýlaust í samtali við CNN að ólíklegt væri að Icesavedeilan hefði veruleg áhrif á umsókn íslands inn i Evrópusambandið," segir Össur Össur segist hafa leitað eftir skýringum á ummælum forsetans hjá forsetaembættinu i gær og fengið þær. „Ég tel þær skýra stöðuna en tel rétt að itreka að ofangreind regla gildi um aðkomu forseta Íslands að því að túlka pólitíska stefnu Íslands," segir Össur. Tengdar fréttir Forsetinn setur fyrirvara við aðildarviðræður vegna Icesave Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna veki upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. 14. september 2010 10:07 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. „Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn. Orðaði hugsun margra Íslendinga „Af samtölum Ólafs í Kína er hins vegar það að segja að vissulega orðaði hann hugsun margra Íslendinga gagnvart því hvernig tiltekin ESB lönd höguðu sér varðandi tvíhliða deilu okkar við Breta og Hollendinga. Hitt liggur alveg ljóst fyrir að hann sagði skýlaust í samtali við CNN að ólíklegt væri að Icesavedeilan hefði veruleg áhrif á umsókn íslands inn i Evrópusambandið," segir Össur Össur segist hafa leitað eftir skýringum á ummælum forsetans hjá forsetaembættinu i gær og fengið þær. „Ég tel þær skýra stöðuna en tel rétt að itreka að ofangreind regla gildi um aðkomu forseta Íslands að því að túlka pólitíska stefnu Íslands," segir Össur.
Tengdar fréttir Forsetinn setur fyrirvara við aðildarviðræður vegna Icesave Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna veki upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. 14. september 2010 10:07 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Forsetinn setur fyrirvara við aðildarviðræður vegna Icesave Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna veki upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. 14. september 2010 10:07