Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 13:15 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira