Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Erla Hlynsdóttir skrifar 21. mars 2011 11:01 Mynd úr safni Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. „Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði," segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. „Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana," segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn hefur veikst, segir Össur brattur: „Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur," segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. „Það eru líka leikir sem þessi staða skapar," segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að tjá sig um útsögnina fyrr en að blaðamannafundinum loknum. Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. „Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði," segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. „Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana," segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn hefur veikst, segir Össur brattur: „Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur," segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. „Það eru líka leikir sem þessi staða skapar," segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að tjá sig um útsögnina fyrr en að blaðamannafundinum loknum.
Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39