Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Snorri Baldursson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar