Óþolandi! Kristrún Helga Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun