Viðskipti erlent

Ótrúlegar hagnaðartölur Apple

Tim Cook er að ná góðum árangri í starfi. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Apple þegar Steve Jobs lést í fyrra. Cook fékk 44 milljarða króna í laun.
Tim Cook er að ná góðum árangri í starfi. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Apple þegar Steve Jobs lést í fyrra. Cook fékk 44 milljarða króna í laun.
Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 13,6 milljarða dollara, eða sem nemur tæplega 1.700 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn hækkaði um 118% samanborið við sama tímabil árið 2010.

Hagnaðurinn nemur meira en árlegri landsframleiðslu Íslands, en hún er rúmlega 1.500 milljarðar króna.

Um methagnað er að ræða og þykja hagnaðartölurnar ótrúlegar, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Tim Cook, forstjóri Apple, segir í tilkynningu vegna uppgjörsins að tölurnar sýni gríðarlega sterka stöðu Apple. „Það eru nýjar og spennandi vörur á leiðinni sem við hlökkum til þess að byrja selja," sagði Cook.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×