Ótrúlegt björgunarafrek öryggisstjóra Kringlunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Halldór Gunnar Pálsson fór í gegnum smekkfullan ruslagám til þess að finna lítinn leikfangahest sem lítil stelpa hafði týnt. Mynd/Halldór Gunnar Pálsson „Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira