Innlent

Ótrúleg mynd stuttu eftir slysið

Boði Logason skrifar
Eins og sjá má eru allir farþegarnir í einni kös eftir veltuna.
Eins og sjá má eru allir farþegarnir í einni kös eftir veltuna. Mynd/Mark Weller
Það þykir mildi að enginn slasaðist þegar rúta full af erlendum ferðamönnum valt við Öxarár á Þingvöllum í gær.

Á meðfylgjandi mynd, sem Mark Weller enskur farþegi rútunnar stuttu eftir veltuna, má sjá farþegana alla í kremju eftir veltuna. Flestir farþeganna voru í beltum og urðu þau að öllum líkindum til þess að enginn slasaðist.

Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúasastaði, en mikil hálka var á veginum og erfiðar aðstæður.

Mark sagði í samtali við blaðamann Vísis í gær að farþegarnir séu heppnir að hafa ekki slasast.

„Þið Íslendingar eruð kannski vön svona aðstæðum en ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni,“ sagði hann.

„Við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílveltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim einstaklingum.“

Farþegarnir komnir út úr rútunnimynd/mark weller
Rútan á slysstað í gærmynd/sáp

Tengdar fréttir

Rúta valt við Öxará - 49 manns um borð

Rúta með 49 manns innaborðs fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum rétt í þessu. Samkvæmt skeyti frá neyðarlínunni urðu ekki mikil slys á fólki. Lögreglan er á leiðinni, bæði frá Selfossi og Reykjavík.

„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“

Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×