Innlent

Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi

Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi.

Maðurinn var að aka Hafnarfjarðarveg í átt að Reykjavík þegar slysið varð en ökumaður bíls sem ók í gagnstæða átt á sama tíma náði þessum myndum sem hér sjást. Maðurinn missti stjórn á bíl sínum, lenti á ljósastaur og kastaðist við það og fór margar veltur áður en hann hafnaði utan vegar. Lögreglu barst tilkynning um slysið rúmlega sjö í gærkvöldi.

Svo virðist sem að ökumaðurinn, sem er sextíu og sjö ára, hafi verið í kappakstri við ökumann annars bíls, en sá er tuttugu og fimm ára -og að þeir hafi verið á þónokkrum hraða eins og hér sést þegar yngri ökumaðurinn fer af vettvangi. Hann gaf sig fram skömmu eftir slysið.

Bíllinn er gjörónýtur eins og sjá má og því með ólíkindum að maðurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hundur sem var með honum í bílnum drapst hins vegar. Lögreglan vinnur rannsókn málsins.

Hægt er að sjá myndbandið með því að smella á hlekkinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×