Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:44 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar koma saman til fundar við Bjarna Bendiktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum í gær. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk. Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk.
Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13