Óttast að fé rústi skógrækt í Þórsmörk 26. júlí 2012 05:15 Bændur segjast ekki skilja æsinginn – einungis um 25 kindur séu nú á Almenningum en síðast þegar beitarþolið var kannað hafi svæðið ráðið við um 260. Fréttablaðið/stefán „Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
„Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira