Óttast áhrif brennisteinsgufu á heilsufar höfuðborgarbúa 19. maí 2011 08:00 „Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. „Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufuaflsvirkjun sína á Hellisheiði. Fyrirtækið Mannvit vann frummatsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gagnrýnir vinnubrögðin í skýrslunni harðlega og er þar í takti við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Áhrif brennisteinsmengunar séu vanmetin og aðeins stuðst við spálíkön í stað þess að nota mælingar og rannsóknir sem þó liggi fyrir. „Okkur finnst ákaflega óeðlilegt að í frummatsskýrslunni sé ekkert tekið á stærsta íbúasvæði landsins sem þó er ekki langt frá virkjuninni,“ segir Árný. Hún bendir á að samkvæmt mati heilbrigðiseftirlitsins geti vinnslan við Gráuhnúka aukið brennisteinsmagn í lofti um 40 prósent. Aukningin hefur þegar verið mæld um 140 prósent við Hvaleyrarholt frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun árið 2006. „Í skýrslunni er ekkert minnst á veðurfar en hér eru austanáttir og þá leggur brennisteinslyktina yfir bæinn,“ útskýrir Árný sem kveður það ekki síst valda vonbrigðum að ekki sé minnst á niðurstöður nýlegra meistaraprófsrannsókna við Háskóla Íslands um áhrif loftmengunar á heilsufar. Niðurstöðurnar bendi til aukinnar notkunar astmalyfja og lyfja við hjartaöng í tengslum við aukna brennisteinsvetnismengun. „Það er alveg vitað hver eitrunaráhrif brennisteinsvetnis eru en það þarf að rannsaka miklu betur áhrifin af lágum gildum brennisteinsvetnis á heilsufar fólks yfir lengri tíma,“ segir Árný og gagnrýnir enn fremur að allt vanti í skýrsluna um nauðsynlegar aðgerðir til að vinna gegn menguninni. „Orkuveitan er að vinna að tilraunum með hreinsibúnað en ekkert er vitað um árangur af honum. Það er til hreinsibúnaður sem hentar en hann er dýr og spurning hver viljinn er til að koma honum upp.“ - gar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufuaflsvirkjun sína á Hellisheiði. Fyrirtækið Mannvit vann frummatsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gagnrýnir vinnubrögðin í skýrslunni harðlega og er þar í takti við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Áhrif brennisteinsmengunar séu vanmetin og aðeins stuðst við spálíkön í stað þess að nota mælingar og rannsóknir sem þó liggi fyrir. „Okkur finnst ákaflega óeðlilegt að í frummatsskýrslunni sé ekkert tekið á stærsta íbúasvæði landsins sem þó er ekki langt frá virkjuninni,“ segir Árný. Hún bendir á að samkvæmt mati heilbrigðiseftirlitsins geti vinnslan við Gráuhnúka aukið brennisteinsmagn í lofti um 40 prósent. Aukningin hefur þegar verið mæld um 140 prósent við Hvaleyrarholt frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun árið 2006. „Í skýrslunni er ekkert minnst á veðurfar en hér eru austanáttir og þá leggur brennisteinslyktina yfir bæinn,“ útskýrir Árný sem kveður það ekki síst valda vonbrigðum að ekki sé minnst á niðurstöður nýlegra meistaraprófsrannsókna við Háskóla Íslands um áhrif loftmengunar á heilsufar. Niðurstöðurnar bendi til aukinnar notkunar astmalyfja og lyfja við hjartaöng í tengslum við aukna brennisteinsvetnismengun. „Það er alveg vitað hver eitrunaráhrif brennisteinsvetnis eru en það þarf að rannsaka miklu betur áhrifin af lágum gildum brennisteinsvetnis á heilsufar fólks yfir lengri tíma,“ segir Árný og gagnrýnir enn fremur að allt vanti í skýrsluna um nauðsynlegar aðgerðir til að vinna gegn menguninni. „Orkuveitan er að vinna að tilraunum með hreinsibúnað en ekkert er vitað um árangur af honum. Það er til hreinsibúnaður sem hentar en hann er dýr og spurning hver viljinn er til að koma honum upp.“ - gar
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira