Óveðrið hafði áhrif víða ingvar haraldsson skrifar 26. janúar 2015 07:00 Ferðalangar máttu klæða sig vel og vera á góðum skóm til þess að lenda ekki í vandræðum. vísir/ernir Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira