Innlent

Óvenjumikill hitamunur á landinu í nótt

Óvenumikill hitamunur var á landinu í nótt, eða rúmlega 20 gráður.

Undir morgun var til dæmis rúmlega sjö stiga hiti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en tæplega níu stiga frost á Þingvöllum, þótt ekki sé langt á milli þessara staða í beinni loftlínu.

Mest frost á hálendisstöðvum mældist á Setri, í grennd við Öræfajökul, eða tæplega 14 stiga frost og þar með var hitamunurinn orðinn rúmlega 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×