Innlent

Óvissuástand við Öskju

Askja er dökki bletturinn fyrir miðju.
Askja er dökki bletturinn fyrir miðju.
Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við að fara að Víti og Öskjuvatni því hugsanlega séu eitraðar gastegundir að leita þar upp. Ástæðan er sú að Öskjuvatn ætti alla jafna að vera ísi lagt á þessum árstíma og raunar fram undir mánaðamótin júní júlí - en er það ekki.

Talið er að ísleysið sé vísbending um verulega aukinn jarðhita á botni Öskju. „Það er nú aðallega verið að vara við því að fólk fari ofan í lokaðar dældir alveg niðurvið Öskjuvatn og Víti sem er vinsæll baðstaður á sumrin," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

„Ástæðan fyrir því að það er verulega aukinn jarðhiti undir Öskjuvatni. Þetta veldur óvissuástandi því við vitum ekki alveg hvað veldur þessum aukna jarðhita. Á meðan að svo er vilja menn hindra það að fólk fari inn í aflokaðar dældir þarna þar sem gæti verið hættulegt gas, sérstaklega koltvísýringur. Ef fólk fer ofan í slíka dæld þá getur það ekki andað."

Askja gaus síðast fyrir hálfri öld, árið 1961. Aðspurður hvort jarðhitinn geti verið vísbending um að gos sé í aðsigi segir Magnús Tumi að einn og sér sé jarðhitinn ekki óræk vísbending, því menn hafi ekki séð þar óvenjulega skjálftavirkni og eftir eigi að mæla hvort land hafi þar risið. En til stendur að fara í slíkar mælingar eftir páska. Enn hafi engar klassískar vísbendingar komið fram um gos.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×