Innlent

Óvíst hvort framsóknarmenn styðji vantrauststillögu Bjarna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fagnaði í dag á þingi framlagningu vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar en benti um leið á að hún væri á veikum grunni í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu flestir sagt já í Icesave málinu. Hann telur alls óvíst hvort framsóknarmenn styðji tillöguna.

Í samtali við Fréttastofu segir Höskuldur að eðlilegra hefði verið að vantrauststillagan hefði komið frá öllum minnihlutanum en ekki bara frá Sjálfstæðismönnum, „til þess að þetta líti ekki út eins og menn séu að bjarga eigin skinni," segir Höskuldur og bætir við að sér finnist algjörlega ótímabært að leggja hana fram á þessu stigi málsins.

Hann segist telja óvíst, þrátt fyrir að hann treysti ríkisstjórninni ekki til þess að klára Icesave-málið, að þingflokkur Framsóknarflokksins styðji tillöguna. Það verði rætt þegar formaður flokksins kemur frá útlöndum, en hann og fleiri þingmenn er staddir erlendis. Þeir eru nú á leið aftur til landsins og verður fundað um málið svo fljótt sem auðið er.

Aðspurður hvort framsóknarmönnum hafi verið sagt frá tillögunni eða hvort þeim hafi verið boðið að vera með á tillögunni segist Höskuldur ekki hafa heyrt af því. „Ekki hafði mér borist af því fregnir," segir Höskuldur.

„Við þurfum að velta fyrir okkur hver tilgangurinn sé með vantrauststtillögu sem lögð er fram af einum stjórnmálaflokki. Þessvegna vil ég ekki gefa upp hvort ég sé reiðubúinn til að samþykkja tillöguna."


Tengdar fréttir

Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins.

Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×