Viðskipti innlent

Oxford-háskóli höfðar mál gegn Glitni

Glitnir.
Glitnir.

Oxford-háskóli auk fimm breskra sveitarfélaga hefur höfðað mál gegn þrotabúi Glitnis og Bayerische Landesbank en tæplega fimmtíu stefnur eru í farvatninu samkvæmt heimildum Vísis. Heildarkröfurnar nema á sjötta tug milljarða.

Ástæðan fyrir málsókninni er sú að viðkomandi aðilar áttu innistæður á reikningum hjá Glitni í Bretlandi. Málin sem nú eru höfðuð eru svokölluð prófmál. Ef sigur fæst í þeim málum má þrotabú Glitnis búast við á fimmta tug málsókna en heildarkrafan mun vera rúmlega 50 milljarðar króna.

Auk Oxford-háskólans eru fleiri háskólar sem krefjast þess að fá peninginn til baka frá Glitni. Flestir kröfuhafarnir eru þó sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er þó óheppnara en önnur en það er Kent í Englandi. Það tapaði einnig fimmtíu milljónum punda í Icesave hjá Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×