OZ segir upp samningum við alla starfsmenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2016 15:45 Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ og framkvæmdastjóri, segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og til standi að semja við starfsmenn upp á nýtt. Aðsend mynd Hugbúnaðarfyrirtækið OZ ehf. hefur sagt upp samningum við alla starfsmenn fyrirtækisins. Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ og framkvæmdastjóri, segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og til standi að semja við starfsmenn upp á nýtt. Honum kom á óvart að tíðindin hefðu borist fréttastofu enda væru aðgerðirnar í gangi og ekki búið að afgreiða það ennþá. „Við erum að vinna að sama markmiði og önnur fyrirtæki, að flýta því að koma félaginu í hagnað,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ekki sé um að það að ræða að verið sé að segja upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins. „Við erum að segja upp öllum núverandi samningum allra starfsmanna í hagræðingarskyni til að hægt sé að endurráða í hagræddu umhverfi með það að markmiði með að koma félaginu inn í hagnað,“ segir Guðjón. Hann leggur áherslu á að aðgerðirnar standi yfir og sumir starfsmenn fyrirtækisins í öðrum tímabeltum, sumir Íslendingar, séu ekki enn meðvitaðir um þær.Gefa ekki upp fjölda starfsmanna „Við erum að horfa til framtíðar og styrkja undirstöður félagsins, gera félagið að enn þá meira spennandi kosti.“ Aðspurður hve margir starfsmenn væru hjá OZ sagði Guðjón það ekki hafa verið gefið upp hingað til og vildi ekki upplýsa fréttastofu um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fjöldi starfsmanna í kringum tvo tugi. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og hefur undanfarin ár vakið hvað mesta athygli fyrir þróun á lausnum fyrir sjónvarp. Uppsagnir víða Tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sagði upp 27 manns fyrr í dag og hefur starfsmönnum fyrirtækisins fækkað um helming á tæpu ári. Þeir voru 86 þegar mest lét sumarið 2015. Þá hefur Síminn sagt upp 37 starfsmönnum það sem af er ári. Tengdar fréttir OZ fékk 300 milljónir til vöruþróunar Hópur fjárfesta hefur lagt 300 milljónir í vöruþróun hjá OZ ehf. hér á landi. OZ ehf. er nýtt sprota- og hugbúnaðarfyrirtæki sem mun brátt bjóða Íslendingum að upplifa sjónvarp á nýjan máta á öflugu dreifikerfi fyrirtækisins. 17. apríl 2013 12:54 Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf „Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum. 2. nóvember 2010 14:21 Guðjón Már eignast OZ-nafnið á ný Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi og fyrrum forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Medizza. 3. ágúst 2012 05:00 Oz kynnti þjónustu sína Um 800 manns úr kvikmynda,sjónvarps, tónlistar, og skemmtanaiðnaðinum voru viðstaddir þegar íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ kynnti nýja þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles á dögunum. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ ehf. hefur sagt upp samningum við alla starfsmenn fyrirtækisins. Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ og framkvæmdastjóri, segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og til standi að semja við starfsmenn upp á nýtt. Honum kom á óvart að tíðindin hefðu borist fréttastofu enda væru aðgerðirnar í gangi og ekki búið að afgreiða það ennþá. „Við erum að vinna að sama markmiði og önnur fyrirtæki, að flýta því að koma félaginu í hagnað,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ekki sé um að það að ræða að verið sé að segja upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins. „Við erum að segja upp öllum núverandi samningum allra starfsmanna í hagræðingarskyni til að hægt sé að endurráða í hagræddu umhverfi með það að markmiði með að koma félaginu inn í hagnað,“ segir Guðjón. Hann leggur áherslu á að aðgerðirnar standi yfir og sumir starfsmenn fyrirtækisins í öðrum tímabeltum, sumir Íslendingar, séu ekki enn meðvitaðir um þær.Gefa ekki upp fjölda starfsmanna „Við erum að horfa til framtíðar og styrkja undirstöður félagsins, gera félagið að enn þá meira spennandi kosti.“ Aðspurður hve margir starfsmenn væru hjá OZ sagði Guðjón það ekki hafa verið gefið upp hingað til og vildi ekki upplýsa fréttastofu um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fjöldi starfsmanna í kringum tvo tugi. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og hefur undanfarin ár vakið hvað mesta athygli fyrir þróun á lausnum fyrir sjónvarp. Uppsagnir víða Tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sagði upp 27 manns fyrr í dag og hefur starfsmönnum fyrirtækisins fækkað um helming á tæpu ári. Þeir voru 86 þegar mest lét sumarið 2015. Þá hefur Síminn sagt upp 37 starfsmönnum það sem af er ári.
Tengdar fréttir OZ fékk 300 milljónir til vöruþróunar Hópur fjárfesta hefur lagt 300 milljónir í vöruþróun hjá OZ ehf. hér á landi. OZ ehf. er nýtt sprota- og hugbúnaðarfyrirtæki sem mun brátt bjóða Íslendingum að upplifa sjónvarp á nýjan máta á öflugu dreifikerfi fyrirtækisins. 17. apríl 2013 12:54 Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf „Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum. 2. nóvember 2010 14:21 Guðjón Már eignast OZ-nafnið á ný Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi og fyrrum forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Medizza. 3. ágúst 2012 05:00 Oz kynnti þjónustu sína Um 800 manns úr kvikmynda,sjónvarps, tónlistar, og skemmtanaiðnaðinum voru viðstaddir þegar íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ kynnti nýja þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles á dögunum. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
OZ fékk 300 milljónir til vöruþróunar Hópur fjárfesta hefur lagt 300 milljónir í vöruþróun hjá OZ ehf. hér á landi. OZ ehf. er nýtt sprota- og hugbúnaðarfyrirtæki sem mun brátt bjóða Íslendingum að upplifa sjónvarp á nýjan máta á öflugu dreifikerfi fyrirtækisins. 17. apríl 2013 12:54
Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf „Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum. 2. nóvember 2010 14:21
Guðjón Már eignast OZ-nafnið á ný Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi og fyrrum forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Medizza. 3. ágúst 2012 05:00
Oz kynnti þjónustu sína Um 800 manns úr kvikmynda,sjónvarps, tónlistar, og skemmtanaiðnaðinum voru viðstaddir þegar íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ kynnti nýja þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles á dögunum. 27. apríl 2015 16:54