Enski boltinn

P. Diddy vill eignast knattspyrnufélag á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Diddy yrði svalur eigandi.
Diddy yrði svalur eigandi. GettyImages
Diddy, eða P Diddy nú eða Puff Daddy, Puff eða hans rétta nafn Sean John Combs, neitaði tilboði um að kaupa enska knattspyrnufélagið Crystal Palace.

"Þetta var skoðað fyrir mig en þetta hefði ekki verið góð viðskiptaleg ákvörðun fyrir mig á þeim tíma," segir rapparinn.

Palace var nálægt því að fara í greiðslustöðvun þar til fjárfestingafélag keypti það í síðustu viku.

"Ég er alltaf að skoða mismunandi viðskiptamöguleika og það er klárlega draumur minn að eignast íþróttafélag, þá einna helst knattspyrnufélag."

"Ef réttar aðstæður koma upp og mér líst vel á það gæti það gerst. Mikilvægast er að það sé rétta liðið fyrir mig og að það vinni. Mér líkar við að vinna hluti og ef ég á möguleika á því, er ég opinn fyrir möguleikanum að kaupa félag."

Rapparinn þénaði 21 milljón punda á síðasta ári samkvæmt Forbes tímaritinu. Meðal félaga sem eru til sölu á Englandi eru Liverpool, en ólíklegt er að hann hafi efni á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×