Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Mun túlka Spring­steen

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Finna enn gríðar­lega sterk á­hrif Eurovision-myndarinnar

Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blue Lights: Fljúgandi start

Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frá­bær til­finning að geta verið fyrir­mynd

„Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Svar Ís­lands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn

Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Shakira hjólar í Barbie

Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2

Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjöl­menntu í bíó

Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér.

Lífið
Fréttamynd

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Lífið
Fréttamynd

„Harry Klein“ er látinn

Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er með svona Connery áru yfir sér“

Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á?

Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni.

Lífið
Fréttamynd

Nadine og Þór­hildur snúa aftur í sjón­varpið

Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks.

Lífið
Fréttamynd

Bað hennar við sól­setrið á 100 mánaða af­mælinu

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

M. Emmet Walsh látinn

Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Sviptir hulunni af heimildar­mynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV.

Lífið