CrossFit

CrossFit

Fréttir af keppendum og mótum í CrossFit.

Fréttamynd

Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð

Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi.

Sport
Fréttamynd

Katrín Tanja með 23 stiga forystu fyrir lokagreinina

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti þegar aðeins ein grein er eftir í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu. Katrín Tanja er því í frábærri stöðu til að verða hraustasta kona heims annað árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn

Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Katrín Tanja efst fyrir tvær síðustu greinarnar

Gríðarleg spenna er núna á lokadegi Crossfit-leikanna í Kaliforníu en þegar tvær greinar eru eftir er Katrín Tanja Davíðsdóttir í efsta sæti með 844 stig og hefur hún ellefu stiga forskot á Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Ragnheiður Sara komin upp í annað sætið

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er komin upp í annað sætið í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit í Kalifroníu en hún hækkaði sig um tvö sæti með árangri sínum í sjöttu grein keppninnar.

Sport