Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttir tengdar sjö eldgosum á Reykjanesskaga. Það fyrsta varð í mars 2021 í Geldingadölum og það sjöunda norðan Grindavíkur í mars 2024.

Fréttamynd

Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu

Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hraun­tungna

Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum.

Innlent
Fréttamynd

Segir fólk eiga það til að vera kæru­laust við hraunið

Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu.

Innlent
Fréttamynd

Mildir suðlægir vindar leika um landið

Spáð er rigningu eða slyddu í flestum landshlutum í dag fyrir tilstilli lægðar vestur af landinu sem beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Búist er við því að gasmengun leggi yfir norðanverðan Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gos­stöðvum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Innlent
Fréttamynd

Gasmengun frá gosinu berst til höfuð­borgarinnar

Gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli blæs nú yfir höfuðborgarsvæðið og flokkast loftgæði, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar, miðlungsgóð til slæm. Loftgæðin eru hvað verst á suðausturhluta höfuðborgarsvæðisins og mælast rúm 200 míkrógrömm af brennisteinsgasi í Norðlingaholti.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi

Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein sprungan opnaðist í nótt

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sprungur gætu opnast án fyrir­vara

Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­mennirnir komnir í leitirnar

Göngumennirnir tveir sem týndust við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í kvöld eru komnir í leitirnar. Mennirnir komust af sjálfsdáðum niður af fjallinu og mættu þar björgunarsveitarfólki sem hafði verið að leita að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að sprunga opnist á göngu­leiðinni

Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun.

Innlent
Fréttamynd

Ís­kalt á gos­stöðvunum og ekki í sótt­kví

Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða

Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum

Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt.

Innlent