NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Manning á förum frá Colts

Indianapolis Colts mun tilkynna í dag að leikstjórnandinn Peyton Manning sé á förum frá félaginu. Colts hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Manning í stað þess að greiða honum 28 milljón dollara bónus þann 8. mars.

Sport
Fréttamynd

RG3 fljótasti leikstjórnandinn síðan Michael Vick

Það er enginn skortur á flottum leikstjórnendum í NFL-nýliðavalinu í ár. Líklegt er að leikstjórnendur verði valdir númer eitt og tvö í valinu að þessu sinni. Þeir sem verða örugglega valdir fyrstir eru Andrew Luck og Robert Griffin III eða RG3 eins og hann er oftast kallaður.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn Miami vilja fá Manning

Stuðningsmenn NFL-liðsins Miami Dolphins hafa fengið sig fullsadda á lélegu gengi liðsins og hafa tekið höndum saman um að fá einn besta leikmann í sögu íþróttarinnar - Peyton Manning - til félagsins.

Sport
Fréttamynd

Colts vill halda Manning en semja upp á nýtt

Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefur gefið það út að hann vilji halda Peyton Manning hjá félaginu. Hann segir þó ekki koma til greina að halda Manning á þeim samningi sem hann er með.

Sport
Fréttamynd

Veðmangarar græddu vel á Super Bowl

Eins og venjulega var mikið veðjað á úrslit úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. Í ár tóku veðmangarar í Las Vegas á móti veðmálum fyrir tæpar 94 milljónir dollara sem er það mesta í sex ár.

Sport
Fréttamynd

NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow

Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum.

Sport
Fréttamynd

LeBron James: Ég held með Tim Tebow

nbaLeBron James er mikill áhugamaður um amerískan fótbolta og hann er mikill stuðningsmaður Dallas Cowboys. Þar sem að hans menn komust ekki í úrslitakeppnina þá ætlar James að halda með Tim Tebow og félögum hans í Denver Broncos í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár.

Sport
Fréttamynd

Tebowing hefur tekið við af plankinu

Vinsældir leikstjórnandans og trúboðans Tim Tebow ná út um allan heim. Það heitasta í heiminum núna er svokallað "Tebowing" og má segja að það sé búið að leysa plankið af hólmi.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegar trúartengdar tilviljanir

Uppgangur trúboðans og leikstjórnandans Tim Tebow hjá Denver Broncos er lyginni líkastur. Tebow framkvæmdi enn eitt kraftaverkið um helgina og er enginn skortur á trúartengdum tilviljunum eftir þennan ótrúlega leik hjá manninum sem byrjað er að kalla Messías.

Sport
Fréttamynd

Tebow setti met á Twitter | Ótrúlegt sjónvarpsáhorf

Aðdráttarafl leikstjórnanda Denver Broncos, Tim Tebow, er með hreinum ólíkindum en uppgangur þessa unga drengs hefur verið lygilegur. Rúmlega 42 milljónir fylgdust með leik Broncos og Pittsburgh Steelers í Bandaríkjunum um helgina sem er stórkostlegt áhorf.

Sport
Fréttamynd

Sonur sóknarþjálfara Green Bay drukknaði um helgina

Það er erfið stemning í herbúðum NFL-liðsins Green Bay Packers í dag þar sem að sonur sóknarþjálfara liðsins drukknaði um helgina. Sóknarþjálfarinn heitir Joe Philbin og hann er í Oshkosh í Wisconsin í dag þar sem sonur hans drukknaði.

Sport
Fréttamynd

Lánið lék ekki við Luck

Leikstjórnandinn hæfileikaríki Andrew Luck, sem flestir búast við að verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali fyrir NFL-deildina, lauk háskólaferli sínum í nótt með tapi. Háskólinn hans, Stanford, varð þá að játa sig sigraðan gegn Oklahoma State í dramatískum, framlengdum leik. Lokatölur 41-38.

Sport