Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigur hjá toppliðunum

    Haukar og Fram unnu leiki sína í kvöld í DHL-deild karla í handbolta og halda því fyrsta og öðru sætinu í deildinni. Haukar unnu auðveldan sigur á KA 39-28 og Valsmenn unnu nauman sigur á Fram 30-29.

    Sport
    Fréttamynd

    HK lagði Selfoss

    HK lagði Selfoss 37-28 í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Digranesi. Elías Halldórsson var markahæstur í liði HK með 11 mörk, en Vladimir Duvic skoraði 13 mörk fyrir Selfyssinga.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar unnu ÍBV

    Haukar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í DHL-deild karla í handbolta í dag og unnu heimamenn 34-32 og komust þar með í efsta sæti deildarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Fylkir skellti toppliði Fram

    Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29.

    Sport
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Fimm leikir eru á dagskrá í DHL-deild karla i handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum, Valur mætir FH í Laugardalshöll, Þór og Afturelding mætast í Höllinni fyrir norðan, KA tekur á móti Víkingi/Fjölni í KA-heimilinu og Selfoss fær ÍR í heimsókn.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Val

    Haukar sigruðu Valsmenn á heimavelli sínum Ásvöllum 33-28 í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum, en Valsmenn urðu fyrir blóðtöku strax á 8. mínútu leiksins þegar Baldvin Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið og kom því ekki meira við sögu í leiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá ÍR og Stjörnunni

    ÍR og Stjarnan gerðu jafntefli 27-27 í hörkuspennandi leik í Austurbergi í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, þar sem Ragnar Helgason jafnaði metin fyrir heimamenn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Tite Kalandadze um leið og lokaflautið gall small í þverslánni á marki ÍR.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórleikur á Ásvöllum

    Heil umferð er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og þá er einn leikur á dagskrá í DHL-deild kvenna. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum, en sá leikur hefst klukkan 20.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukasigur í Árbænum

    Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð í kvöld

    Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar fóru létt með HK

    Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV lagði ÍR

    Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram hafði betur í toppslagnum

    Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur tapaði í Digranesi

    Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar höfðu sigur á ÍR

    Haukar lögðu ÍR í Austurbergi í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta 33-29, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-14 fyrir gestina. Guðmundur Pedersen skoraði 8 mörk fyrir Hauka, öll úr vítum, en Tryggvi Haraldsson, Ísleifur Sigurðsson, Ragnar Helgason og Hafsteinn Ingason skoruðu allir 5 mörk hver fyrir ÍR.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍR tekur á móti Haukum

    Einn leikur fer fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:15. Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, en ÍR er í áttunda sætinu með 11 stig úr 12 leikjum.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafntefli í kaflaskiptum leik

    Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram lagði HK

    Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV lagði Selfoss í Eyjum

    Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur sigraði Þór

    Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrír leikir á dagskrá í kvöld

    Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Val og Stjörnunni

    Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan leiðir í hálfleik

    Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur og Stjarnan mætast í kvöld

    Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram sigraði ÍR

    Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26.

    Sport
    Fréttamynd

    Naumur sigur Hauka

    Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan sigraði ÍBV

    Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn.

    Sport
    Fréttamynd

    KA sigraði Aftureldingu

    Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur á toppinn

    Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28.

    Sport