Páley stendur föst á sinni afstöðu Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 11:47 Páley gefur ekkert eftir og segir að um misskilning sé að ræða. Vísir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki ætla að breyta afstöðu sinni né verklagi þrátt fyrir hótun sjö hljómsveita um að hætta við framkomu á Þjóðhátíð í ár vegna þessa. Páley fundaði með talsmönnum hópsins í gærkvöldi ásamt Elliða Vignissyni bæjarstjóra. Í fréttatilkynningu sem sveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas sendu frá sér í gær var þess krafist að stefnubreyting yrði hjá lögreglustjóra í málum sem varðar kynferðisafbrot á hátíðinni. Þar er væntanlega vísað til ákvörðun Páleyjar að tilkynna fjölmiðlum ekki um kynferðisbrot fyrr en að eftir að hátíðinni lýkur. Í kjölfarið hættu sveitirnar Dikta og GKR einnig við framkomu sínar. Málið virðist því vera komið í pattstöðu. „Það er allt óbreytt að minni hálfu,“ segir Páley Borgþórsdóttir. „Ég tel þarna um ákveðinn misskilning að ræða. Ég geri mér grein fyrir því að þeir meina vel með sínum kröfum.“Segir hljómsveitirnar meina velPáley segist hafa fengið tækifæri í gærkvöldi til þess að útskýra fyrir hljómsveitunum verklag hennar á hátíðinni. „En ég kom því alveg til skila að ekki undir neinum kringumstæðum er hægt að réttlæta það að rannsóknarhagsmunum sé fórnað vegna einhverja upplýsinga sem þurfa að fara í fjölmiðla. Það er ekki þeirra krafa.“ Orð Páleyjar virðast þó vera þvert á tilkynningu hljómsveitanna fimm sem hættu við fyrstar í gær en þar sagði; „Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmannaeyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í Íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax.“Segir sama hátt vera í Eyjum og annars staðarPáley fullyrði að lögregla um allt land hafi sama háttinn á þegar komi að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot á slíkum hátíðum. „Það er sami háttur á lögreglu alls staðar á landinu að það er enginn sem gefur upplýsingar ef rannsókna hagsmunir skaðast af því. Þetta byggir á rannsóknarhagsmunum og hagsmunum brotaþola, á því byggir þetta. Það er enginn til í að segja þessu fólki að hagsmunir einhverra annarra eigi að vera framar en þeirra. Ég hef allt annað hlutverk en allir aðrir. Allt annað hlutverk en Stígamót eða Neyðarmóttakan. Hljómsveitirnar virtust skilja það vel og þetta var fínn fundur.“Hvernig útskýrir þú þá að verklag þitt er öðruvísi en annars staðar þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot?„Ég held að þetta sé misskilningur í gangi um að hérna sé þöggun. Eins og það eigi aldrei að veita þessar upplýsingar. Það verða veittar upplýsingar um þessi mál þegar það er tímabært.“Ekki vitað hvað hljómsveitirnar geraPáley sagðist ekki vita hvort hljómsveitirnar ætli að halda því til streitu að hætta við framkomu sína á hátíðinni eður ei. Ekki hefur náðst í liðsmenn sveitanna í morgun. Unnsteinn Manúel sagði í viðtali við Sídegisútvarpið í gær að málið snerist um að þau tækju ábyrgð á svona stórri tónleikahátíð. „Ef Stígamót og Landsspítalinn setja bæði spurningarmerki við þessi vinnubrögð þá hlýtur eitthvað að vera að,“ sagði hann þar. Þjóðhátíðarnefnd reyndi í gær að lægja öldurnar með því að bjóða Stígamótum og Landsspítala að skoða aðstæður á svæðinu. Ekki er vitað hvort það hafði áhrif á afstöðu hljómsveitanna eður ei. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki ætla að breyta afstöðu sinni né verklagi þrátt fyrir hótun sjö hljómsveita um að hætta við framkomu á Þjóðhátíð í ár vegna þessa. Páley fundaði með talsmönnum hópsins í gærkvöldi ásamt Elliða Vignissyni bæjarstjóra. Í fréttatilkynningu sem sveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas sendu frá sér í gær var þess krafist að stefnubreyting yrði hjá lögreglustjóra í málum sem varðar kynferðisafbrot á hátíðinni. Þar er væntanlega vísað til ákvörðun Páleyjar að tilkynna fjölmiðlum ekki um kynferðisbrot fyrr en að eftir að hátíðinni lýkur. Í kjölfarið hættu sveitirnar Dikta og GKR einnig við framkomu sínar. Málið virðist því vera komið í pattstöðu. „Það er allt óbreytt að minni hálfu,“ segir Páley Borgþórsdóttir. „Ég tel þarna um ákveðinn misskilning að ræða. Ég geri mér grein fyrir því að þeir meina vel með sínum kröfum.“Segir hljómsveitirnar meina velPáley segist hafa fengið tækifæri í gærkvöldi til þess að útskýra fyrir hljómsveitunum verklag hennar á hátíðinni. „En ég kom því alveg til skila að ekki undir neinum kringumstæðum er hægt að réttlæta það að rannsóknarhagsmunum sé fórnað vegna einhverja upplýsinga sem þurfa að fara í fjölmiðla. Það er ekki þeirra krafa.“ Orð Páleyjar virðast þó vera þvert á tilkynningu hljómsveitanna fimm sem hættu við fyrstar í gær en þar sagði; „Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmannaeyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í Íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax.“Segir sama hátt vera í Eyjum og annars staðarPáley fullyrði að lögregla um allt land hafi sama háttinn á þegar komi að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot á slíkum hátíðum. „Það er sami háttur á lögreglu alls staðar á landinu að það er enginn sem gefur upplýsingar ef rannsókna hagsmunir skaðast af því. Þetta byggir á rannsóknarhagsmunum og hagsmunum brotaþola, á því byggir þetta. Það er enginn til í að segja þessu fólki að hagsmunir einhverra annarra eigi að vera framar en þeirra. Ég hef allt annað hlutverk en allir aðrir. Allt annað hlutverk en Stígamót eða Neyðarmóttakan. Hljómsveitirnar virtust skilja það vel og þetta var fínn fundur.“Hvernig útskýrir þú þá að verklag þitt er öðruvísi en annars staðar þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot?„Ég held að þetta sé misskilningur í gangi um að hérna sé þöggun. Eins og það eigi aldrei að veita þessar upplýsingar. Það verða veittar upplýsingar um þessi mál þegar það er tímabært.“Ekki vitað hvað hljómsveitirnar geraPáley sagðist ekki vita hvort hljómsveitirnar ætli að halda því til streitu að hætta við framkomu sína á hátíðinni eður ei. Ekki hefur náðst í liðsmenn sveitanna í morgun. Unnsteinn Manúel sagði í viðtali við Sídegisútvarpið í gær að málið snerist um að þau tækju ábyrgð á svona stórri tónleikahátíð. „Ef Stígamót og Landsspítalinn setja bæði spurningarmerki við þessi vinnubrögð þá hlýtur eitthvað að vera að,“ sagði hann þar. Þjóðhátíðarnefnd reyndi í gær að lægja öldurnar með því að bjóða Stígamótum og Landsspítala að skoða aðstæður á svæðinu. Ekki er vitað hvort það hafði áhrif á afstöðu hljómsveitanna eður ei.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07