Páll Winkel segir Kvíabryggjugesti ekki valsa inn og út að vild Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2015 10:54 Páll Winkel: Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. visir/anton brink Stundin greindi frá því í morgun að óróleiki væri í röðum fanga á Kvíabryggju; sem sumir hverjir vilja meina að valdir fangar séu á sérkjörum hvað varðar heimsóknir; að ýmsir kaupsýslumenn komi og fari sem gráir kettir, að vild og þegar þeim hentar. Er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur sérstaklega í þessu samhengi. Afstaða, félag fanga, vísar í reglur þess efnis að föngum sé yfirleitt ekki leyft að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms, en Jón Ásgeir er meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli.Verður tekið á öllum frávikum frá reglumPáll Winkel fangelsismálastjóri vísar því á bug að fangar á Kvíabryggju séu á einhverjum sérkjörum, þá í ljósi stéttar þeirra og stöðu áður en til fangelsisvistar kom: „Nei, alls Nei, alls ekki, bara hreint ekki. Og vilji svo ólíklega til að ekki sé farið að reglum í kerfinu sem ég fer fyrir er og verður tekið á því. Skemmst er að minnast forstöðumanns á Kvíabryggju sem var rekinn og á endanum dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir að fara ekki að reglum og lögum,“ segir Páll í samtali við Vísi, um málið.Fullu fólki ekki hleypt í heimsóknirPáll vísar í reglur um heimsóknir fanga og segir þær einfaldar: „Við eigum að tryggja öryggi og ró í fangelsum. Því hleypum því ekki fullu fólki í heimsóknir né fólki sem hefur verið dæmt fyrir fíkniefnabrot eða önnur alvarlega brot sem líklega geta ógnað ró og öryggi í fangelsum,“ segir Páll og heldur áfram: „Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. Eins og á öðrum sviðum hjá Fangelsismálastofnun skiptir stétt og staða fanga eða heimsóknargesta engu máli. Ef líkur eru á misnotkun heimsóknar er hún bönnuð og annars ekki. Við erum með verklagsreglur sem eru öllum aðgengilegar þannig að betra sé að átta sig á hvað má og hvað ekki.“Allt skal vera kýrskýrtVerklagsreglurnar sem Páll nefnir eru meðfylgjandi í viðhengi. Páll segir að auðvitað megi rýna í verklagsreglur til gagns til framtíðar en allt eigi þetta að vera kýrskýrt. „Ég er með vandað fólk í vinnu og vil ekki að einhverjir einstakir starfsmenn skemmi fyrir sterkri heild. Meðal annars þess vegna hefur verið tekið á málum af festu eins og í tilviki fyrrum forstöðumanns Kvíabryggju.“Og, þú vísar því á bug að menn komi þarna og fari eins og þeim sýnist til funda með völdum föngum? „Ég hef ekki vitneskju um það en sé það reyndin einhvers staðar í fangelsiskerfinu verður tekið á því. Ég heyri auðvitað kjaftasögur um alla mögulega hluti en oftast er það tóm þvæla. Sem betur fer.“Kannast við pirringinn Páll segist svo sem alveg kannast við pirringin meðal fanga þá er þeir telja brotið gegn jafnræði. En, reglurnar sem hann vinnur eftir eiga við alla, ekki suma. „Svo er það nú annað. Hvers vegna ætti ég að vilja koma öðruvísi fram við fanga sem framið hafa efnahagsbrot en aðra? Fyrir mér eru allir tölur á blaði sem ein og sama reglan gildir um. Punktur.“ Páll segist reyndar hafa átt gott samstarf við Afstöðu. „Þó að við séum ekki alltaf sammála þá getum við rætt málin. Þetta mál var rætt á síðasta fundi og við sammála um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum,“ segir fangelsismálastjóri. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Stundin greindi frá því í morgun að óróleiki væri í röðum fanga á Kvíabryggju; sem sumir hverjir vilja meina að valdir fangar séu á sérkjörum hvað varðar heimsóknir; að ýmsir kaupsýslumenn komi og fari sem gráir kettir, að vild og þegar þeim hentar. Er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur sérstaklega í þessu samhengi. Afstaða, félag fanga, vísar í reglur þess efnis að föngum sé yfirleitt ekki leyft að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms, en Jón Ásgeir er meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli.Verður tekið á öllum frávikum frá reglumPáll Winkel fangelsismálastjóri vísar því á bug að fangar á Kvíabryggju séu á einhverjum sérkjörum, þá í ljósi stéttar þeirra og stöðu áður en til fangelsisvistar kom: „Nei, alls Nei, alls ekki, bara hreint ekki. Og vilji svo ólíklega til að ekki sé farið að reglum í kerfinu sem ég fer fyrir er og verður tekið á því. Skemmst er að minnast forstöðumanns á Kvíabryggju sem var rekinn og á endanum dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir að fara ekki að reglum og lögum,“ segir Páll í samtali við Vísi, um málið.Fullu fólki ekki hleypt í heimsóknirPáll vísar í reglur um heimsóknir fanga og segir þær einfaldar: „Við eigum að tryggja öryggi og ró í fangelsum. Því hleypum því ekki fullu fólki í heimsóknir né fólki sem hefur verið dæmt fyrir fíkniefnabrot eða önnur alvarlega brot sem líklega geta ógnað ró og öryggi í fangelsum,“ segir Páll og heldur áfram: „Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. Eins og á öðrum sviðum hjá Fangelsismálastofnun skiptir stétt og staða fanga eða heimsóknargesta engu máli. Ef líkur eru á misnotkun heimsóknar er hún bönnuð og annars ekki. Við erum með verklagsreglur sem eru öllum aðgengilegar þannig að betra sé að átta sig á hvað má og hvað ekki.“Allt skal vera kýrskýrtVerklagsreglurnar sem Páll nefnir eru meðfylgjandi í viðhengi. Páll segir að auðvitað megi rýna í verklagsreglur til gagns til framtíðar en allt eigi þetta að vera kýrskýrt. „Ég er með vandað fólk í vinnu og vil ekki að einhverjir einstakir starfsmenn skemmi fyrir sterkri heild. Meðal annars þess vegna hefur verið tekið á málum af festu eins og í tilviki fyrrum forstöðumanns Kvíabryggju.“Og, þú vísar því á bug að menn komi þarna og fari eins og þeim sýnist til funda með völdum föngum? „Ég hef ekki vitneskju um það en sé það reyndin einhvers staðar í fangelsiskerfinu verður tekið á því. Ég heyri auðvitað kjaftasögur um alla mögulega hluti en oftast er það tóm þvæla. Sem betur fer.“Kannast við pirringinn Páll segist svo sem alveg kannast við pirringin meðal fanga þá er þeir telja brotið gegn jafnræði. En, reglurnar sem hann vinnur eftir eiga við alla, ekki suma. „Svo er það nú annað. Hvers vegna ætti ég að vilja koma öðruvísi fram við fanga sem framið hafa efnahagsbrot en aðra? Fyrir mér eru allir tölur á blaði sem ein og sama reglan gildir um. Punktur.“ Páll segist reyndar hafa átt gott samstarf við Afstöðu. „Þó að við séum ekki alltaf sammála þá getum við rætt málin. Þetta mál var rætt á síðasta fundi og við sammála um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum,“ segir fangelsismálastjóri.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira