Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:51 Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira