Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:51 Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira