Enski boltinn

Pepe Reina lélegastur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pepe Reina, markvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur enda búinn að gera nokkur slæm mistök það sem af er á tímabilinu.

Tölfræðingar ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundið það út að enginn aðalmarkvörður deildarinnar hafi varið lægra hlutfall af skotum innan teigs.

Reina hefur aðeins náð að verja 35 prósent skotanna sem hafa komið á hann innan teigs. Hann hefur aðeins náð að halda hreinu í einum leik og hefur alls fengið á sig 12 mörk í 7 leikjum.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlar að standa með sínum manni en fleiri mistök eins og þau á móti Hearts, Arsenal eða Norwich munu örugglega kalla á enn frekari gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×