Pepsi svínaði á Íslendingi: Fékk tvo boli fyrir alþjóðlega auglýsingu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. janúar 2014 13:30 Hér er myndin af Agli, bréfið sem hann fékk frá Pepsi og lítrinn af Pepsi Max frá Bretlandi. „Við ætlum ekkert að gera meira í þessu, það var nóg að fá bréfið frá Pepsi sem ég hengdi upp á vegg hjá mér,“ segir Egill Viðarsson um mynd af honum sem hefur víða farið í netheimum og var meðal annars notuð í alþjóðlega auglýsingu á Pepsi Max. Vinur Egils, Frank Cassata, hafði samband við Pepsi þegar hann sá myndina á Facebook-síðu fyrirtækisins. „Þeir voru búnir að setja Pepsi Max merkið á hana og orðin „Not Max“. Hann sendi þeim tölvupóst og útskýrði fyrir þeim að þetta væri vinur hans sem væri á myndinni.“ Viðbrögð Pepsi voru óneitanlega skemmtileg. Einn daginn fékk Frank sendan risastóran kassa heim til sín. Í honum var varningur sem menn hjá Pepsi hafa greinilega vonað að væri nóg til þess að íslensku vinirnir aðhefðust ekkert meira í þessu myndbirtingarmáli. „Í kassanum var einn lítri af Pepsi Max, tveir Pepsi Max bolir og eitt bréf,“ útskýrir Egill hlæjandi. Í stórskemmtilegu bréfinu báðust menn hjá Pepsi afsökunar á notkun myndarinnar í leyfisleysi. „Myndin er samt svo klassísk að við urðum að dreifa henni,“ stendur meðal annars í bréfinu, sem má sjá hér að neðan. „Ég get eiginlega ekki ákveðið hvort er fyndnara, að einhver maður hafi í alvöru verið fenginn til að skrifa þetta bréf, prenta það út og setja í póst, eða þá að sjá fyrir mér þennan fund þar sem einhverjir alvarlegir PR-menn hafi ákveðið að besta leiðin til að slökkva í þessu máli, hafi verið að senda okkur tvo boli og einn lítra af Pepsi Max,“ segir Egill. Hann segist hafa gaman af því hversu víða myndin hafi farið. „Hún var til dæmis notuð sem eitthvað „punchline“ hjá breskum grínasta á BBC. Grínið var um Eyjafjallajökul, en hann virðist ekki hafa vitað að myndin sem hann notaði var af Íslendingi. Það virðist bara hafa verið tilviljun. Hún hefur líka birst á stórum vefsíðum helguðum gríni,“ útskýrir Egill glaðbeittur. Hann segist ekkert hafa á móti þessari dreifingu myndarinnar, svo lengi sem hún sé ekki notuð í auglýsingaskyni.En hvaðan er myndin? „Hún var tekin eftir Hróaskeldu árið 2006. Ég veit ekki hvort það er lýsingin eða hvað, en hún lætur sólbrunann líta verr út en hann var í raun og veru. Þetta var allavega ekki eins sárt og þetta lítur út fyrir að vera. Vinur minn tók myndina og vistaði á vefsíðunni sinni. Þaðan fór hún í dreifingu um allt netið,“ segir Egill. Egill hefur gaman af málinu. „Og vinum mínum þykir þetta einstaklega fyndið.“ Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem myndin af Agli er notuð auk bréfsins sem vini Egils barst frá Pepsi.Hi Frank,Please accept our apologies for not contacting you regarding the recent use of your image.Please pass on our apologies to Egil [sic]. Hopefully we haven't caused any harm or embarrassment, that certainly was not our intention. The image was such a classic that we just had to share.We've enclosed a couple of our vintage t-shirts for Egil and yourself.Thanks for your continued support.Pepsi Max Team Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
„Við ætlum ekkert að gera meira í þessu, það var nóg að fá bréfið frá Pepsi sem ég hengdi upp á vegg hjá mér,“ segir Egill Viðarsson um mynd af honum sem hefur víða farið í netheimum og var meðal annars notuð í alþjóðlega auglýsingu á Pepsi Max. Vinur Egils, Frank Cassata, hafði samband við Pepsi þegar hann sá myndina á Facebook-síðu fyrirtækisins. „Þeir voru búnir að setja Pepsi Max merkið á hana og orðin „Not Max“. Hann sendi þeim tölvupóst og útskýrði fyrir þeim að þetta væri vinur hans sem væri á myndinni.“ Viðbrögð Pepsi voru óneitanlega skemmtileg. Einn daginn fékk Frank sendan risastóran kassa heim til sín. Í honum var varningur sem menn hjá Pepsi hafa greinilega vonað að væri nóg til þess að íslensku vinirnir aðhefðust ekkert meira í þessu myndbirtingarmáli. „Í kassanum var einn lítri af Pepsi Max, tveir Pepsi Max bolir og eitt bréf,“ útskýrir Egill hlæjandi. Í stórskemmtilegu bréfinu báðust menn hjá Pepsi afsökunar á notkun myndarinnar í leyfisleysi. „Myndin er samt svo klassísk að við urðum að dreifa henni,“ stendur meðal annars í bréfinu, sem má sjá hér að neðan. „Ég get eiginlega ekki ákveðið hvort er fyndnara, að einhver maður hafi í alvöru verið fenginn til að skrifa þetta bréf, prenta það út og setja í póst, eða þá að sjá fyrir mér þennan fund þar sem einhverjir alvarlegir PR-menn hafi ákveðið að besta leiðin til að slökkva í þessu máli, hafi verið að senda okkur tvo boli og einn lítra af Pepsi Max,“ segir Egill. Hann segist hafa gaman af því hversu víða myndin hafi farið. „Hún var til dæmis notuð sem eitthvað „punchline“ hjá breskum grínasta á BBC. Grínið var um Eyjafjallajökul, en hann virðist ekki hafa vitað að myndin sem hann notaði var af Íslendingi. Það virðist bara hafa verið tilviljun. Hún hefur líka birst á stórum vefsíðum helguðum gríni,“ útskýrir Egill glaðbeittur. Hann segist ekkert hafa á móti þessari dreifingu myndarinnar, svo lengi sem hún sé ekki notuð í auglýsingaskyni.En hvaðan er myndin? „Hún var tekin eftir Hróaskeldu árið 2006. Ég veit ekki hvort það er lýsingin eða hvað, en hún lætur sólbrunann líta verr út en hann var í raun og veru. Þetta var allavega ekki eins sárt og þetta lítur út fyrir að vera. Vinur minn tók myndina og vistaði á vefsíðunni sinni. Þaðan fór hún í dreifingu um allt netið,“ segir Egill. Egill hefur gaman af málinu. „Og vinum mínum þykir þetta einstaklega fyndið.“ Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem myndin af Agli er notuð auk bréfsins sem vini Egils barst frá Pepsi.Hi Frank,Please accept our apologies for not contacting you regarding the recent use of your image.Please pass on our apologies to Egil [sic]. Hopefully we haven't caused any harm or embarrassment, that certainly was not our intention. The image was such a classic that we just had to share.We've enclosed a couple of our vintage t-shirts for Egil and yourself.Thanks for your continued support.Pepsi Max Team
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira