Perlur íslenskrar dægurtónlistar í eigu Straums Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. ágúst 2012 18:45 Margar af vinsælustu perlunum í íslenskri dægurtónlist í Hugverkasjóði Íslands eru nú í eigu gamla Straums fjárfestingarbanka. Fyrir hrunið gáfu margir vinsælir tónlistarmenn út skuldabréf gegn því að afborganir af skuldabréfunum yrðu greiddar með STEF-gjöldunum þeirra. Ellefu tónlistarmenn seldu hugverk sín inn í Hugverkasjóð Íslands sem var í eigu Baugs og fleiri aðila árið 2006. Þetta voru Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Jakob Frímann Magnússon og Helgi Björnsson Í raun er Hugverkasjóður Íslands mjög fínt heiti og frekar einföldu fyrirbæri. Tónlistarmennirnir gáfu út skuldabréf til sjóðsins gegn staðgreiðslu í peningum. Margir þeirra fengu háar fjárhæðir greiddar út í hönd. Skuldabréfin voru útbúin þannig að STEF-gjöld af lögum höfundanna fóru beint í að greiða afborganir af þeim. Hagnaður sjóðsins er því í raun í formi vaxtanna af skuldabréfunum. Hugverkasjóðurinn endaði inn í félaginu Stoðum Invest ehf. eftir hrun, en félagið var eitt af dótturfélögum Baugs og höfundarrétturinn að lögunum var eina eign þess. Straumur Fjárfestingarbanki eignaðist síðan bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Félag sem stofnað var utan um gamla Straum Fjárfestingarbanka, ALMC, er nú eigandi laganna og fær STEF-greiðslur af mörgum af fallegustu og vinsælustu perlum íslenskrar dægurtónlistar. STEF-greiðslurnar fara í afborganir af skuldabréfum sem tónlistarmennir gáfu út og Hugverkasjóðurinn keypti. Nýi Straumur, dótturfélag ALMC, sér um að reka hugverkasjóðinn. Bubbi Morthens er sá eini sem er búinn að kaupa höfundarréttinn að tónverkum sínum til baka, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, en ekki liggur fyrir hvernig kaupin voru fjármögnuð. Hinir tíu eru enn í sjóðnum en sumir þeirra eru langt komnir með að gera upp skuldabréfin, en að svo búnu eignast þeir höfundarréttinn að lögunum sínum að nýju og þar með réttinn til STEF-gjaldanna af þeim. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Margar af vinsælustu perlunum í íslenskri dægurtónlist í Hugverkasjóði Íslands eru nú í eigu gamla Straums fjárfestingarbanka. Fyrir hrunið gáfu margir vinsælir tónlistarmenn út skuldabréf gegn því að afborganir af skuldabréfunum yrðu greiddar með STEF-gjöldunum þeirra. Ellefu tónlistarmenn seldu hugverk sín inn í Hugverkasjóð Íslands sem var í eigu Baugs og fleiri aðila árið 2006. Þetta voru Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Jakob Frímann Magnússon og Helgi Björnsson Í raun er Hugverkasjóður Íslands mjög fínt heiti og frekar einföldu fyrirbæri. Tónlistarmennirnir gáfu út skuldabréf til sjóðsins gegn staðgreiðslu í peningum. Margir þeirra fengu háar fjárhæðir greiddar út í hönd. Skuldabréfin voru útbúin þannig að STEF-gjöld af lögum höfundanna fóru beint í að greiða afborganir af þeim. Hagnaður sjóðsins er því í raun í formi vaxtanna af skuldabréfunum. Hugverkasjóðurinn endaði inn í félaginu Stoðum Invest ehf. eftir hrun, en félagið var eitt af dótturfélögum Baugs og höfundarrétturinn að lögunum var eina eign þess. Straumur Fjárfestingarbanki eignaðist síðan bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Félag sem stofnað var utan um gamla Straum Fjárfestingarbanka, ALMC, er nú eigandi laganna og fær STEF-greiðslur af mörgum af fallegustu og vinsælustu perlum íslenskrar dægurtónlistar. STEF-greiðslurnar fara í afborganir af skuldabréfum sem tónlistarmennir gáfu út og Hugverkasjóðurinn keypti. Nýi Straumur, dótturfélag ALMC, sér um að reka hugverkasjóðinn. Bubbi Morthens er sá eini sem er búinn að kaupa höfundarréttinn að tónverkum sínum til baka, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, en ekki liggur fyrir hvernig kaupin voru fjármögnuð. Hinir tíu eru enn í sjóðnum en sumir þeirra eru langt komnir með að gera upp skuldabréfin, en að svo búnu eignast þeir höfundarréttinn að lögunum sínum að nýju og þar með réttinn til STEF-gjaldanna af þeim. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira