Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 17:17 Eyrún Eyþórsdóttir hefur verið að rannsaka hatursorðræðu og nú er að draga til tíðinda í því: Pétur á Sögu hefur verið ákærður og hann er bálreiður. Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira